Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024Af vettvangi Bændasamtakanna Landsmót hestamanna er fram undan. Heillar viku óður til okkar einstaka hestakyns sem verður á keppnisvellinum frá morgni til kvölds í sjö daga samfleytt. Fjöldi hrossa í sýningum og keppni skiptir hundruðum, gera má ráð fyrir að hátt í tíu þúsund gestir frá a.m.k. tuttugu þjóðlöndum mæti í brekkurnar og fjöldi knapa, starfsmanna mótsins og sjálfboðaliða skiptir vafalaust hundruðum. Landsmótið er á tveggja ára fresti nafli alheimsins í veröld íslenska hestsins, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Það er langt í frá úr lausu lofti gripið þegar talað er um að íslenski hesturinn sé öflugasti sendiherra þjóðarinnar. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim frábæru einstaklingum, tónlistarfólki, rithöfundum, íþróttamönnum o.fl. sem borið hafa hróður Íslands út fyrir landsteinana, er nokkuð víst að í þeim efnum sé hesturinn okkar þrautseigastur allra. Forskotið er fólgið í því að hann er í raun eilífur, endurnýjar sig frá einu árinu til annars og er í hugum allra þeirra sem elska hann í raun andlitslaust afkvæmi alúðar og metnaðar þeirra sem sinna ræktunarstarfi hans. Auðvitað eru í heimi hestsins eins og annars staðar ákveðnar stjörnur á hverjum tíma en ímyndin er óháð einstaklingunum og snýst um hæfileika og lundarfar íslenska hestakynsins sem sannar það alla daga að margur sé knár þótt hann sé smár. Ástæður þeirrar miklu aðdáunar sem íslenski hesturinn nýtur eru fjölmargar og samverkandi. Sem betur fer höfum við alla tíð borið gæfu til þess að halda honum hreinræktuðum og verja hina upprunalegu eiginleika hans fyrir hvers kyns blöndun. Hin blíða lund er óumdeilt aðalsmerki á sama tíma og hann nýtur virðingar fyrir hve sterkbyggður, heilsuhraustur og harðger hann er við krefjandi íslenskar aðstæður og erfið verkefni upp um fjöll og firnindi. Hin afdráttarlausa sérstaða er þó fólgin í töltinu sem sameinar einstaka mýkt og augljósan glæsileika ásamt skeiðinu þegar hesturinn er tekinn til kostanna. Til viðbótar við hefðbundinn gang allra hestakynja og reyndar flestra fjórfætlinga, fet, brokk og stökk, skartar íslenski hesturinn sínu fegursta á tölti og skeiði og hrífur alla þá með sér sem sest hafa í hnakkinn og upplifað. Þessi glæsti sendiherra okkar ber ekki eingöngu landi og þjóð fagurt vitni. Þegar grannt er skoðað er hann ósvikinn kyndilberi íslensks landbúnaðar og leggur mikið af mörkum til verðmætasköpunar hans bæði með beinum hætti og óbeinum. Á erlendum vettvangi er hann ekki síður driffjöður mikillar verðmætasköpunar og vafalaust einnig ómældra ánægjustunda barna og fullorðinna. Hann er ræktaður með faglegum og markvissum hætti í yfir tuttugu löndum og meira en þrefalt fleiri íslensk hross, eða um 250.000, eru alin annars staðar en í heimahögunum. Á Íslandi eru þau um 75.000 talsins og nýliðun á hverju ári nemur um fimm þúsund folöldum. Talsvert hefur verið unnið í því verkefni að fá Ísland viðurkennt sem upprunaland íslenska hestsins. Liður í því er setning reglugerðar þar sem Bændasamtökunum er falið að halda upprunaættbók hestsins og fylgja fyrirmælum um hvaða hross eigi þar heima. Þá eru ræktunarmarkmið og reglur um mat íslenskra kynbótahrossa í sérstökum viðauka. Stjórnvöld hafa því tekið sér ákveðna varðstöðu um verndun og þróun hestakynsins og falið Bændasamtökunum framkvæmdina. Það er í senn ánægjulegt starf og ábyrgðarmikið. Landsmótin á Íslandi kallast á við heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið er annað hvert ár í einhverju Evrópulandanna. Þangað koma að jafnaði 10-15.000 gestir og keppendur eru frá um 20 þjóðlöndum hverju sinni. Íslendingar senda um 20 manna landslið ungmenna og fullorðinna á hvert slíkt mót og talsverðan fjölda keppnishesta sem vegna sóttvarnarreglna eiga ekki afturkvæmt. Sú ánægjulega hefð hefur skapast að íslenska liðið sé hið sigursælasta á mótinu og ber það metnaði í íslenskri hestamennsku fagurt vitni. Það eru hestamannafélögin Fákur og Sprettur sem standa að Landsmótinu að þessu sinni. Mótið fer nú í fjórða sinn fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík og ekki er að efa að framkvæmdin verður öll til fyrirmyndar enda mótshaldarar með mikla reynslu í farteskinu. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Pistill formanns Landsmótið er á tveggja ára fresti nafli alheimsins í veröld íslenska hestsins, hvort sem er hérlendis eða erlendis. Trausti Hjálmarsson. LÖGMANNSÞJÓNUSTA Vönduð og fagleg lögmannsþjónusta með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli. Helstu réttarsvið: Félagaréttur, eignaréttur, samningaréttur, orkuréttur, erfðaréttur, gjaldþrotaréttur stjórnsýsluréttur o.fl. Yfir 30 ára reynsla af lögmannsstörfum. Helgi Jóhannesson, lögmaður  helgi@lr.is  Sími 849-0000 Borgartúni 25, Reykjavík  Austurvegi 4, Hvolsvelli  Sími 515-7400 Yfir aldirnar hefur venjan verið sú að Íslendingar hafa flutt inn timbur erlendis frá. Þetta timbur var af þess tíma framandi tegundum fyrir Íslendinga og fyrir vikið mjög eftirsótt til smíðar. Nú er öldin önnur og þessar áður framandi tegundir hafa nú skotið rótum og vaxið vel hér á Fróni. Svo vel reyndar að ágæt reynsla er komin á notkun heimafengins timburs til margs konar smíða. Um þessar mundir eru að verða tímamót á markaði timburs því glæsilegir skógar vaxa vítt og breitt um landið. Búast má við umtalsverðu framboði íslensks viðar næsta áratuginn úr skógum sem voru gróðursettir um aldamótin með fyrstu landshlutaverkefnum í skógrækt, oft nefnt bændaskógrækt. Þetta er fyrst og fremst viður af lerki og greni, en einnig er um að ræða furu, ösp og jafnvel birki. Ágætu skógarbændur, skógræktarmenn og þeir sem eru að vinna við timburvinnslu úr bolum úr íslenskum skógum. Markmið okkar, sem eru Land og skógur, Skógræktarfélag Íslands, Bændasamtökin og Trétækniráðgjöf slf., er að haustið 2024 getum við selt íslenskt timbur fyrir burð í mannvirki, Svansvottað, stimplað og styrkflokkað samkvæmt ÍST INSTA 142:2009. Til þess að þetta væri hægt fengu Bændasamtökin í samvinnu við Trétækniráðgjöf slf. styrk frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (verkefnið ASKUR) til að vinna að verkefninu.Iðan fræðslusetur mun halda námskeið í samvinnu við ofangreinda aðila fyrir fyrirtæki i timburiðnaði og starfsmenn þeirra. Námskeiðin sem IÐAN býður upp á eru tvö: • Námskeið fyrir starfsmenn til að læra styrkflokkun á burðarviði samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142:2009. • Námskeið til að upplýsa fyrirtæki um öryggi við að saga timburboli, gæðastjórnun og merkingu á timbrinu, allt samkvæmt staðlinum ÍST EN 14081-1. Námskeiðin eru ætlað fyrirtækjum sem saga timbur og flokka það eftir burðargetu fyrir einstök innlend verkefni, en ekki til fyrirtækja til endursölu. Einnig geta aðrir sótt námskeiðið og fengið réttindi til að styrkflokka timbur. Þegar trjábolur er metinn og sagaður þarf að sjá út eigin- leika viðarins og saga eftir því. Efnið sem fæst úr söguninni er svo flokkað í styrkflokka eftir eiginleikum viðarins. Þannig má hámarka gæði og verð íslensks timburs. Námskeiðin eru í formi myndbanda og kennslugögn eru samkvæmt ÍST INSTA 142:2009 og bókinni Gæðafjalir - viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám sem er notuð til stuðnings. Að námskeiði loknu fer fram verklegur matsdagur þar sem þátttakendur styrkflokka óflokkað timbur. Eftir að þátttakandi hefur staðist námskeiðið á hann að geta flokkað timbur samkvæmt staðlinum ÍST INSTA 142:2009. Við flokkun má nota timbrið sem burðarvið og undirgengst fyrirtækið sem starfsmaðurinn starfar hjá ábyrgð á timbrinu til kaupanda. Nánari upplýsingar um stimpil til að merkja burðarviðinn verður kynntur við lok á námskeiði. Hér er um fyrsta námskeið sinnar tegundar að ræða en þegar fram líða stundir verður það kennt reglulega og verður jafnframt kennt í fagskólum. Skráning á nemendum og fyrirtækjum á námskeið fer fram á heimasíðu Iðunnar, idan.is, og stendur til 20. ágúst 2024. Haft verður samband við fyrirtækin og þátttakendur í kjölfarið. Prófadagur verður 24. september. Verð á námskeiðið verður auglýst síðar. Það þor sem forysta ríkisins hafði skömmu fyrir aldamót með innspýtingu í bændaskógrækt er nú að skila sér til baka og mun líkast til gera um ókomna tíð. Samtímamenn hafa yfirleitt spáð vaxtarskilyrðum trjáa til verri vegar en raun bar vitni. Það er útlit fyrir góða timburuppskeru og „biðin“ eftir sjálfbæru Íslandi veður sífellt styttri. Landbúnaðurinn braggast enn betur í skjóli trjáa og tækifæri til búsetu um land aukast. Það er svo ótal margt sem skógurinn gefur. Nú munum við draga timbrið okkar í dilka, auka verðmæti þess, farga kolefnisspori sem fylgir innflutningi og efla sveitir landsins. Íslenskt timbur er komið til að vera. Höfundar koma allir að námskeiðinu. Íslenskt timbur dregið í dilka – Námskeið í styrkflokkun á íslensku timbri Eiríkur Þorsteins- son hjá Trétækni- ráðgjöf. Ólafur Ástgeirs- son hjá Iðunni fræðslusetri. Hlynur Gauti Sigurðsson hjá BÍ. Öflugasti sendiherra íslenskrar þjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.