Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 12
12 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Land og skógur annast sjötíu og sjö landgræðslusvæði sem spanna yfir 250 þúsund hektara. Í sumar verður unnið að áburðardreifingu, sáningu og gróðursetningu á uppgræðslusvæðum Lands og skógar, auk margra annarra verkefna. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri endurheimtar vistkerfa hjá Landi og skógi, segir mörg verkefni hafin eða vera að fara í gang, um allt land. „Svo er staðan auðvitað þannig, sérstaklega fyrir norðan, að tíðarfarið tefur fyrir aðgerðum í landgræðslu eins og öðrum verkum. Til dæmis eru girðingar stofnunarinnar á Norður- landi nokkuð víða undir snjó enn þá og jörð mjög blaut og ekki alls staðar hægt að fara um af einhverri ábyrgð,“ segir hann. Umsjón landgræðslusvæða Land og skógur sér um 77 land- græðslusvæði sem allt í allt eru ríflega 250 þúsund hektara stór og flest þeirra afgirt. Girðingarnar eru hátt í 800 kílómetrar og er unnið að viðhaldi þannig að því sé lokið áður en fé er sleppt í sumarhaga. „Land og skógur vinnur að áburðardreifingu, sáningu og gróðursetningu í þessi svæði. Alls verður tilbúinn áburður borinn á um 3.500 hektara, melgresi og túnvingli sáð í um 250 hektara og ríflega hálf milljón birkiplantna gróðursett nú í vor. Aðeins verður byrjað að dreifa lífrænum áburði í vor en því verður lokið í haust sem og gróðursetningu á birkiplöntum,“ segir Gústav. Stærsti hluti lífræna áburðarins segir hann vera kjötmjöl sem framleitt sé í Orkugerðinni ehf. í Flóahreppi. „Landgræðslusvæðin eru í öllum tilvikum mjög illa farið land, mjög rofið og mikil jarðvegseyðing sem hefur átt sér stað,“ heldur hann áfram. Mörg svæðanna séu á gosbeltinu. „Markmiðið með þessari vinnu er að stöðva jarðvegsrof, endurheimta jarðvegs- og gróðurauðlindina og þá vistkerfisþjónustu sem þessar auðlindir veita. Þannig er t.d. verið að endurheimta birkivistkerfi á stórum svæðum, m.a. í nágrenni Heklu, til að draga úr áhrifum eldgosa og öskufalls sem þeim getur fylgt,“ segir hann jafnframt. Úttektir og ráðgjöf Þátttakendur í verkefnunum Bændur græða landið og Landbótasjóði Lands og skógar eru á fullu í framkvæmdum sinna verkefna og starfsfólk stofnunarinnar sinnir ráðgjöf og úttektum í þeim verkefnum. Um er að ræða verkefni þar sem fólk er að bæta ástand lands sem það hefur í sinni umsjá og þar getur verið um að ræða einkalönd fólks, afrétti, þjóðgarða og annað það land sem er í slæmu ástandi og þarf að bæta. Gústav segir að í heildina séu þetta um 500 verkefni sem unnið sé að víðs vegar um landið og í gegnum þau unnið á ríflega 10 þúsund hekturum árlega. Þá sinni stofnunin einnig ráðgjöf og verkstjórn við samstarfsverkefni sem snúi að landgræðslu og geti þar verið um að ræða mótvægisaðgerðir vegna framkvæmda (til dæmis við Hálslón), landgræðslu til að auka umferðaröryggi og vernda byggð (Mýrdalssandur, Víkurfjara o.fl.). „Þessu til viðbótar er unnið að eftirliti með landnýtingu og þá að mestu leyti vegna gæðastýrðrar sauðfjárframleiðslu,“ útskýrir Gústav. „Í mörgum landbótaáætlunum er m.a. kveðið á um samráð um upphaf beitartíma á afréttum og hefur starfsfólk Lands og skógar komið að því að meta ástand gróðurs og veitt ráðgjöf um hvenær hægt sé að opna afrétti fyrir beit,“ segir hann enn fremur. Varnir gegn landbroti „Á vorin er unnið að úttektum og skipulagi verkefnanna. Í vörnum gegn landbroti er ekki mikið um framkvæmdir á sumrin, þá er veiðitímabil í fullum gangi sem og að vatnsmagn í jökulám er mikið og því ekki góðar aðstæður til framkvæmda. Þær byrja hins vegar í haust þegar veiðitímabili lýkur og vatn í jökulám fer að minnka,“ segir Gústav. Endurheimt votlendis „Í endurheimt votlendis er þetta einnig tími úttekta og skipulags. Ekkert er framkvæmt á varptíma, auk þess sem sumarið er mjög góður tími til að afla upplýsinga um aðstæður, svo sem gróðurfar og vatnsstöðu og spá þannig fyrir um áhrif framkvæmda,“ segir Gústav. Þó nokkur verkefni sem nú séu í undirbúningi hefjist í haust og geti þá framkvæmdir staðið á meðan snjóalög leyfi allt fram á vorið 2025 þar til varptími hefst að nýju. /sá Landgræðsla: Kjötmjöl í lífrænan uppgræðsluáburð – Áburðardreifing, sáning og gróðursetning í fullum gangi Landgræðslusvæði í Koti á Rangárvöllum þar sem búið er að bera kjötmjöl á land þar sem gróðurþekjan árið 2013 var innan við 5%. Mynd / LOGS Gústav Magnús Ásbjörnsson. Framtíðarsundgarpar Á Húsavík hefur frá árinu 1992 verið haldið sundnámskeið fyrir fjögurra til sex ára gömul börn og þá er líf í tuskunum í sundlauginni. Að sögn Árnýjar Björnsdóttur, íþróttakennara og stjórnanda Leikskólasundsins, er þetta árviss og vel metinn viðburður á Húsavík. „Það eru um 70 börn sem mæta þetta sumarið, sex hópar og hver er í 30 mínútur í einu,“ segir hún og bætir við að börnin séu af mörgum þjóðernum en öll öðlist þau meira sjálfstraust í vatninu og mjög tilbúin í alvörusund eftir námskeiðið. „Foreldrarnir eru stundum í vandræðum með að koma kútum á þau eftir námskeiðið, þau eru orðin svo frökk og dugleg og vilja bara synda eins og hinir.“ Í námskeiðinu felst að kenna þeim að nota klefana, skápana og sturtuna og að leika sér í vatninu, reyna að losna við vatnshræðslu ef hún er til staðar og þá er kominn grundvöllur fyrir alvöru sundkennslu. „Við erum ekki bara að leika okkur, við kennum tæknina og undirstöðuna,“ segir Árný enn fremur. Um er að ræða átta skipti og venjulega er byrjað á miðvikudegi og endað á föstudegi en vegna stórhríðar og norðanáhlaups þetta árið þurfti að fresta fyrsta tímanum, hefjast handa á fimmtudegi og nýta laugardaginn í staðinn. „Við erum tvær sem sjáum um þetta, ég og Valdís Jósefsdóttir, en með okkur eru alltaf einn til þrír unglingar úr unglingavinnu Norðurþings, litlu skinnin ná ekki alltaf niður og það þarf að vera til taks fyrir þau.“ /bs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.