Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 57
57Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Setja skal inn tölur frá 1-9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Erfinginn: Bóndi framtíðar Þú átt einn hund í spaða, tíuna þriðju í hjarta, ás, gosa fjórðu í tígli og ásinn fimmta í laufi. Þú þarft að spila út í vörn gegn fjórum spöðum. Þú situr í vestur og veist að suður á 10-12 punkta jafnskipt eftir opnun hans á veiku grandi. Norður yfirfærði í spaða og stökk svo í 3 grönd sem suður breytti í 4 spaða. Hverju viltu spila út? Rifjum aftur upp spilin þín: x-Txx, ÁGxx-Áxxxx Spilið kom upp í Sumarbridge fyrir skemmstu í Síðumúlanum og þannig voru hendurnar: Við sem sjáum allar hendur vitum að spaðinn liggur svo illa fyrir suðri að fjórir spaðar hljóta að fara niður þótt reyndar væru þeir gefnir á einu borði. Algeng niðurstaða var að sagnhafi fengi 8 slagi og vörnin fimm. En við borð umsjónarmanns fékk sagnhafi bara 7 slagi í geiminu. Hvernig atvikaðist það? Vestur, Guðjón Sigurjónsson, átti allan heiður af því. Hann var svo sannarlega á skotskónum þegar hann valdi leiftursnöggt að spila út undan laufásnum. Eftir það hlaut sagnhafi að gefa tvo slagi á tromp, tvo á tígul og tvo á lauf, því engum dettur í hug að rjúka upp með kónginn í fyrsta slag. Hreinn toppur fyrir Guðjón. „Jú, sjáðu, ég vissi að ég þyrfti að reyna að þyrla upp ryki,“ sagði Guðjón og sér vart enn milli veggja í Síðumúlanum eftir bólstrana alla sem hann skildi eftir sig ... Ég man aldrei eftir að hafa tekið upp ellefu spil í sömu sort í bridds. En svoleiðis skiptingarundur átti sér stað austur á landi í bikarkeppni BSÍ þar sem sveit Grant Thornton tókst á við austfirska sveit. Eyþór Stefánsson, einn Austfirðinganna sem spiluðu bikarleikinn, sá andstæðing á undan sér opna á einu laufi og tók upp spilin. Kóng og gosa í spaða og kóng og gosa elleftu í tígli! Hann ákvað að melda strax fimm tígla en fékk ekki að spila þá þar sem andstæðingur á undan honnum meldaði sex lauf. Þá hækkaði Eyþór í 6 tígla sem voru doblaðir og út kom lítill spaði. Hönd makkers Eyþórs var ekkert slor og viðurkennir hann í samtali við umsjónarmann briddsdálksins að hann hafi heldur betur kæst þegar upp kom í blindum: ÁDx, KDxxxx, eyða og ÁDxx. Fátt gat komið í veg fyrir 12 slagi nema einu tromp andstöðunnar væru á sömu hendi. Svo var ekki en samt stóð samningurinn ekki. Hvernig gat það gerst? Spaðaútspilið var trompað með blankri tíguldrottningu! Það var Gunnar Björn Helgason, sem var, líkt og Guðjón í spilinu á undan, alveg funheitur í útspilsputtanum enda sjá lesendur að slemman vinnst með öllum öðrum útspilum. Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com Eitruð útspil rústuðu geimum og slemmum Björn Þorláksson. Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Lyng- brekku í Reykjadal tefldi skák fyrir 10 árum síðan á Íslandsmóti skákfélaga fyrir Skákfélagið Goðann, þar sem hann bauð andstæðingi sínum úr Fjölni drottninguna sína á silfurfati. Andstæðingur Jóns þáði hana og þar með átti Jón þvingað mát í tveim leikjum, sem hann nýtti sér. Andstæðingur Jóns hefði sennilega ekki sloppið við mát ef hann hefði sleppt því að taka drottninguna, sem kom til greina. Hann hefði sennilega tapað skákinni nokkrum leikjum síðar að því gefnu að svartur hefði alltaf valið réttu leikina. Biskup svarts, sem er reyndar staðsettur á óvenjulegum stað fyrir biskup (a8), gegnir hér lykilhlutverki í stöðunni fyrir svartan. Síðasti leikur hvíts (Rg6) setur gaffal á hrók og drottingu svarts og í fljótu bragði virðist staðan unnin á hvítt en svo var ekki. Jón fann réttu leiðina og knúði fram mát í 35 leik. Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.isSvartur á leik. 34….De1+! 35. Hxe1 - Hxe1+ 36. Kh2 - Hh1 mát. Drottingarfórn fyrir mát ... aftur Hermann Aðalsteinsson. Hann Eiður er hress og kátur fimm ára strákur sem veit ekkert betra en að brasa í vélum og við bústörfin. Nafn: Eiður Örn Hansson. Aldur: 5 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Hvolsvelli. Skóli: Leikskólinn Aldan. Skemmtilegast í skólanum: Að fara í bóndaleik. Áhugamál: Brasa í hesthúsinu og á vélum. Tómstundaiðkun: Hestbak og fjórhjólið. Uppáhaldsdýrið: Loðfíllinn hans Jóns (loðinn hestur). Uppáhaldsmatur: Eggjabrauð. Uppáhaldslag: Vinn við það með Árna Páli og Bíómynd (VÆB). Uppáhaldsmynd: Ofurhvolparnir og Klaufabárðarnir. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Farið til útlanda. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Bóndamaður að vinna í Dufþekjunni (Dufþaksholt). Létt Miðlungs Þung Þyngst Viltu taka þátt? Hafðu samband. sigrunpeturs@bondi.is Jón Aðalsteinn Hermannsson (fyrir miðju) varð Héraðsmeistari HSÞ í skák árið 2014. SUDOKUÞRAUTIR HUGARÍÞRÓTTIR Norður AKJ53 QJ 93 K976 Vestur 6 1097 AJ42 A8542 Austur Q1087 8542 K87 Q3 Suður 942 AK63 Q1065 J10 Eyþór Stefánsson tv. og Guðjón Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.