Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Hér er nú kynntur sjötti árgangur Angus-
holdanauta frá Nautgriparæktarmiðstöð
Íslands á Stóra-Ármóti.
Þessir gripir eru
tilkomnir með sæðingu
hreinræktaðra Angus-kúa
með innfluttu sæði úr
Jens av Grani NO74061,
Laurens av Krogedal
NO74075 og Manitu
av Høystad NO74081.
Hér eru því á ferð
hreinræktaðir úrvalsgripir.
Á einangrunarstöðinni á
Stóra-Ármóti eru gerðar miklar kröfur hvað
smitvarnir varðar og hafa þessir gripir nú
lokið einangrun og fengið grænt ljós hvað
snertir sæðistöku og dreifingu sæðis sem og
sölu frá stöðinni.
Holdanautakynið Aberdeen Angus er
óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð
og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel
þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og
gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum,
mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar
því vel í t.d. blendingsrækt þar sem
burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir.
Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs)
hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á góða
dætraeiginleika þeirra nauta sem notuð
hafa verið þar til uppbyggingar á Angus-
holdagripastofni hérlendis. Má þar nefna
létta burði og kjötgæði að ógleymdum
mæðraeiginleikum þó áherslan færist smám
saman yfir á kjötgæðaeiginleika. Á árinu
2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre
NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á
árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin
Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029.
Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa
undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt
eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Á árinu
2021 litu dagsins ljós kálfar undan Emil av
Lillebakken sem og Jens av Grani NO74061,
en þá brá svo við að undan Emil komu bara
kvígur og allir nautkálfarnir það árið undan
Jens. Árið eftir fæddust svo gripir undan Jens
av Grani, Laurens av Krogedal, Ivar fra Li
NO74047 og Kid av Vølstad NO74068. Í
fyrra litu svo dagsins ljós gripir undan Jens
av Grani, Laurens av Krogedal og Manitu av
Høystad. Undan Jens komu tvö naut, undan
Laurens sjö naut og fimm kvígur og undan
Manitu þrjú naut og ein kvíga.
Jens av Grani NO74061, f. 21. janúar
2014, hjá Kirsti Mæland og Harald Dahl í
Holter í Nannestad í Akershus sem útleggja
mætti á íslensku sem að Jens væri frá Holtum
í Nönnustað í Akurhúsum. Faðir Jens er
HIOE8 Ayrvale Bartel E8 frá Ástralíu og
móðirin Evy av Grani undan Hovin Velixir
NO74011 sem var aftur undan Ankonian
Elixir frá Bandaríkjunum.
Jens er gott alhliða kynbótanaut sem
gefur léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum,
auk góðra kjötgæða- og mæðraeiginleika.
Fæðingarþungi kálfa er undir meðallagi en
vaxtarhraði góður. Því eru fallþungatölur
afkvæma Jens mjög góðar en holdflokkun
undir meðallagi og gripirnir í feitari kantinum.
Dætur Jens hafa góða burðareiginleika og
þungi afkvæma þeirra við 200 daga aldur er
mikill. Jens er því öðru fremur góður kýrfaðir.
Laurens av Krogedal NO74075, f. 22.
janúar 2016, hjá Torfinn Bakke í Krogedal
austur af Sandnes í Rogalandi í SV-Noregi.
Til þess að tengja lega þess við þekktari stað
þá stendur það í suðaustur frá Stavanger, í um
34 km aksturveglengd þaðan. Faðir Laurens
er Horgen Erie NO74029 og hann er því
hálfbróðir þeirra Eiríks 19403-ET og Máttar
19404-ET. – Framhald á næstu opnu
Angus-holdanaut frá
NautÍs fædd 2023
Guðmundur
Jóhannesson.
Leynir 23401 (1662742-0064)
Fæddur 20. apríl 2023 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075 M. Steina-ET IS1662742-0003
Ff. Horgen Erie NO74029 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897 Mm. Letti av Nordstu NO100514
Fff. Horgen Bror NO55754 Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377 Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361 Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207 Mmm. Janne av Nordstu NO39302
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Leynir er meðalstór, boldjúpur og
útlögumikill gripur með góða holdfyllingu um herðar og vel holdfyllt læri með djúpum
og miklum lærvöðva. Fótstaða rétt og góð. Beinabygging eilítið gróf. Leynir er heilt yfir
gerðarlegur gripur með mikil lærahold.
Umsögn: Fæðingarþungi var 35 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Leynir 540 kg og hafði því
vaxið um 1.319 g/dag frá fæðingu. Leynir hefur frá fæðingu sýnt mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 74,1 mm, ómfita: 6,36 mm.
Línulegt mat: Leynir
Boldýpt Herðabreidd Malalengd Malabreidd
Best 9 9 9 8
Mat 9 9 7 7
Lærabreidd Innralæri Læradýpt Lærahold
Best 8 9 9 9
Mat 8 8 9 9
Heildarmat Best 9 Mat 8
Jaki 23402 (1662742-0068)
Fæddur 2. maí 2023 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Jens av Grani NO74061 M. Eir-ET IS1662742-0021
Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Mf. Horgen Erie NO74029
Fm. Evy av Grani NO30798 Mm. Maiken av Grani NO102576
Fff. AUVTMB219 Te Mania B. Mff. Horgen Bror NO55754
Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32 Mfm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Hovin Velixir NO74011 Mmf. First-Boyd fra Li NO74033
Fmm. NO30796 Mmm. Kari av Grani NO100428
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Jaki er meðalstór, útlögumikill og
brjóst- og bakbreiður. Malirnar eru breiðar og holdmiklar, lærin breið og holdug. Fótstaða
er rétt og góð. Jaki er holdmikill og vel gerður gripur.
Umsögn: Fæðingarþungi var 35 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Jaki 508 kg og hafði því
vaxið um 1.270 g/dag frá fæðingu. Jaki hefur ævinlega sýnt mikla vaxtargetu.
Ómvöðvi: 68,1 mm, ómfita: 8,71 mm.
Línulegt mat: Jaki
Boldýpt Herðabreidd Malalengd Malabreidd
Best 9 9 9 8
Mat 7 7 8 8
Lærabreidd Innralæri Læradýpt Lærahold
Best 8 9 9 9
Mat 8 7 7 7
Heildarmat Best 9 Mat 7
Lundi 23403 (1662742-0070)
Fæddur 4. maí 2023 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.
Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075 M. Sveina-ET IS1662742-0004
Ff. Horgen Erie NO74029 Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897 Mm. Letti av Nordstu NO100514
Fff. Horgen Bror NO55754 Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377 Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361 Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207 Mmm. Janne av Nordstu NO39302
Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Lundi er meðalstór, breiðvaxinn
með mikla brjóst- og bakbreidd. Vel holdfyllt og breið læri. Holdfylling á mölum og
innri lærum mjög góð. Góð og sterkleg fótstaða. Lundi er ákaflega vel gerður gripur
með mikla holdfyllingu.
Umsögn: Fæðingarþungi var 44 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Laki 570 kg og hafði því
vaxið um 1.425 g/dag frá fæðingu. Laki hefur ávallt sýnt mjög mikla og góða vaxtargetu.
Ómvöðvi: 73,4 mm, ómfita: 6,59 mm.
Línulegt mat: Lundi
Boldýpt Herðabreidd Malalengd Malabreidd
Best 9 9 8 8
Mat 7 8 7 8
Lærabreidd Innralæri Læradýpt Lærahold
Best 8 9 9 9
Mat 8 7 7 7
Heildarmat Best 9 Mat 7