Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 18
18 Erlendar fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024
Suzuki á Íslandi
Skeifunni 17
Sími 568 5100
www.suzuki.is
LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG!
Suzuki fjórhjól eru með power stýri og 100% driflæsingu.
Þau eru létt, lipur og meðfærilegTraust, ódýr í rekstri
og þægileg í notkun.
S UZUK I FJÓRHJÓL
KINGQUAD 750AXI 4X4
VERÐ KR. 2.590.000
Bændamótmæli halda áfram í Evrópu og er þeim
beint gegn regluverki Evrópusambandsins og
innanlandslöggjöf Evrópusambandsríkjanna.
Spænskir og franskir bændur óku fjölda dráttarvéla að
landamærum Spánar og Frakklands fyrr í mánuðinum í
mótmælaskyni. Var þetta rétt fyrir Evrópukosningarnar
sem fóru fram á dögunum. Er það í fyrsta sinn sem
spænskir og franskir bændur sameinast í mótmælum.
Kröfðust mótmælendur aukins matvælaöryggis í
tengslum við innflutning, forgangsröðunar staðbundinnar
framleiðslu og skattaívilnunar fyrir orku sem notuð er
til að framleiða mat. Euronews greinir frá.
Voru mótmælin skipulögð af spænskum
bændasamtökum víðs vegar um landið en einnig
frönskum bændasamtökum. Ollu dráttarvélarnar
öngþveiti og lokuðu um tíma landamærum Spánar og
Frakklands.
„Við verðum að vernda hagsmuni okkar og tryggja
að evrópsk yfirvöld heyri til okkar,“ sagði Martí Planas,
talsmaður skipuleggjenda, á mótmælunum. Þó fylgdi
sögunni að ekki væru allir bændur sammála kröfugerðinni
og stéttarfélag katalónskra bænda taldi m.a. ekki verjandi
að þrýsta á kjósendur rétt fyrir Evrópukosningarnar.
Gengu um stræti með gervikýr
Bændur í mjólkurframleiðslu mótmæltu einnig við
höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel skömmu fyrir
mánaðamót og fóru um stræti með gervikýr á hjólum.
Kröfðust þeir laga sem bönnuðu sölu mjólkurafurða á
verði undir framleiðslukostnaði.
Kjartan Poulsen, forseti Evrópska mjólkurráðsins,
sagði í samtali við Euronews að mótmælendur
vildu fá útgáfu af spænskum lögum um sanngjarna
viðskiptahætti um alla Evrópu, sem banni sölu á vörum
undir kostnaðarverði á öllum stigum virðiskeðjunnar.
Almennt kosti framleiðsla mjólkur meira en neytandinn
greiði fyrir hana.
Í sumum löndum, svo sem á Ítalíu, er bilið á
milli framleiðslukostnaðar og söluverðs jafnvel
meira en meðaltalið í Evrópu, að sögn forseta ítölsku
mjólkurframleiðendasamtakanna Po Valley, Robertos
Cavaliere. Einu fyrirtækin í greininni sem geti lifað af
það sem hann kallar ósanngjarnan og óarðbæran markað,
séu þau sem noti fjölskylduna sem vinnuafl, sem lækki
framleiðslukostnað af því að ekki þurfi að borga því
fólki sérstaklega laun. Aðrir hætti einfaldlega búskap.
„Árið 1997 voru 110 þúsund mjólkurframleiðendur á
Ítalíu, árið 2023 18 þúsund. Tæplega 90 þúsund fyrirtæki
hafa lokað. Þetta eru skelfilegar tölur,“ sagði Cavaliere.
Bændur að kikna
ESB hefur sett vaxandi kvaðir á bændur um leið og
reynt er að takast á við loftslagsbreytingar með ýmsu
regluverki.
Fréttastofa AP ræddi við hollenska bóndann Jos Ubels
sem segist nú orðið verja heilum degi í viku hverri í
skrifborðsvinnu við að svara kröfum embættismanna
Evrópusambandsins og innlendra aðila sem sendi út
straum reglna um hvenær bændur megi sá og uppskera
og hversu mikinn og hvernig áburð þeir megi nota. Á
sama tíma grafi samkeppni ódýrs innflutnings undan
innlendum landbúnaðarafurðum, án þess að innfluttar
vörur þurfi að uppfylla sömu kröfur.
Segir í frétt AP að vaxandi óánægju bænda gæti í
flestum ef ekki öllum ríkjum ESB, allt frá Finnlandi til
Grikklands. /sá
Evrópa:
Áframhaldandi
mótmæli bænda
– Spænskir og franskir bændur lokuðu landamærum
Bændur í mjólkurframleiðslu mótmæltu í Brussel fyrir
skömmu og fóru um stræti með gervikýr á hjólum.
Myndir / Skjáskot
Framleiðendur appelsínuþykknis
og -safa segja komna upp kreppu
í iðnaðinum á heimsvísu vegna
uppskerubrests. Þeir íhuga að
snúa sér frekar að mandarínum.
Heildsöluverð á appelsínum
er að rjúka upp í hæstu hæðir, nú
þegar sýnt þykir að yfirvofandi sé
uppskerubrestur hjá brasilískum
appelsínuræktendum og einhverjum
hinna bandarísku einnig.
Appelsínusafa- og þykknis-
framleiðendur velta fyrir sér að
beina sjónum fremur að til dæmis
mandarínum í vörur sínar.
Segir The Guardian að verð á
appelsínusafaþykkni hafi um mánaða-
mótin náð nýju hámarki, um 690
kr. pundið á svokölluðum fram-
tíðarmörkuðum, eftir að ræktendur á
helstu appelsínuframleiðslusvæðum
Brasilíu sögðust búast við að
uppskeran yrði 24% minni en í
fyrra, eða 232 milljónir 40,8 kg
kassa – og þar með enn verri en
15% samdrátturinn sem áður hafði
verið spáð.
Aldrei séð annað eins
„Þetta er kreppa,“ sagði Kees Cools,
forseti Alþjóðasamtaka ávaxta- og
grænmetissafaframleiðenda (IFU),
við Financial Times. „Við höfum
aldrei séð annað eins, jafnvel í
miklu frosti og stórum fellibyljum,“
sagði hann. Appelsínutré í Brasilíu
hafa þjáðst af bakteríusmitinu
„sítrusgrænsýki“ sem er ólæknandi
sjúkdómur, eftir mikla hita og þurrka
á blómgunartímanum seinni hluta
síðasta árs. Hin yfirvofandi slæma
uppskera í Brasilíu, sem flytur
út 70% af öllum appelsínusafa
á veraldarvísu, markar þriðju
rýru uppskeruna í röð. Auk
vandamála í Brasilíu hefur Flórída
í Bandaríkjunum orðið fyrir barðinu
á fjölda fellibylja og áðurnefndri
grænsýki sem dreifist með
safasjúgandi skordýrum og gerir
ávextina bitra áður en tréð drepst.
Viðvarandi vandamál
Francois Sonneville, háttsettur
sérfræðingur í drykkjarvörum hjá
Rabobank, sagði að eftirspurn
neytenda eftir appelsínusafa
hefði minnkað um fimmtung
samanborið við í fyrra, þar sem
verðið hefði farið í hæstu hæðir og
neytendavenjur því breyst.
Sonneville sagði jafnframt
að drykkjarframleiðendur yrðu
annaðhvort að framleiða þynnri safa,
búa til blandaða safa með öðrum
ávöxtum eins og eplum, mangó eða
vínberjum eða rukka neytendur um
hærra verð. Hann var efins um að
hægt yrði að nota mandarínur í stað
appelsínanna, þar sem það myndi
hafa í för með sér viðbótarkostnað
við að flytja ávextina í vinnslu.
Vandamálin yrðu viðvarandi,
sagði hann, þar sem það tæki
langan tíma að planta nýjum
appelsínulundum og bændur væru að
íhuga aðra kosti þar sem eftirspurn
minnkaði á meðan þeir glímdu við
vandamál vegna sjúkdóma og hás
launakostnaðar í Flórída. /sá
Appelsínuræktun:
Uppskerubrestur hækkar verð
Appelsínuuppskera á heimsvísu rýrnar ár frá ári vegna sjúkdóma og loftslags-
breytinga. Mynd / Hans-Pixabay
Sveppurinn Penicillium
roqueforti er notaður við
framleiðslu á gráðosti.
Lengi var ekki vitað fyrir
víst hvernig nákvæmlega
hinn einstaki blágræni litur
ostsins myndaðist.
Vísindamenn við enska
Nottingham-háskólann
telja sig nú, í kjölfar undan-
genginna rannsókna, þekkja til
hlítar hvernig hin klassíska blágræna
æð gráðostsins myndast og segjast
geta stjórnað litum mygluæðanna.
Scientific Eruopean greinir frá.
Sveppurinn Penicillium roqueforti er
notaður um allan heim við framleiðslu
á bláæðaostum eins og Stilton,
Roquefort og Gorgonzola. Sveppurinn
gegnir mikilvægu hlutverki í þróun
bragðs og áferðar með ensímvirkni
sinni. Einkennandi bláæðaútlit ostsins
er vegna litarefnis gróa sem myndast
í holrýmum ostsins. Hinn einstaki
blágræni litur ostsins er sagður skipta
miklu máli í viðskiptum með hann.
Hins vegar var erfðafræðilegur/
sameindagrundvöllur grólitarefnis
P. roqueforti ekki að fullu þekktur
fyrr en teymi Nottingham-háskólans
tókst, með hjálp lífupplýsingafræði
og sameindalíffræðitækni, að bera
kennsl á kanóníska DHN-melanín-
lífmyndunarferilinn. Var það á grunni
þess að tilvist og hlutverk DHN-
melaníns-lífmyndunarferilsins í
Aspergillus fumigatus (Súlufrugga,
myglusveppur með blágrænum
gróhausum) eru þegar þekkt.
Með því að girða fyrir umrætt
lífmyndunarferli á mismunandi
tímaskeiði myndunar þess bjó
rannsóknarteymið til fjölbreytt úrval
sveppastofna með nýjum litum.
Segja vísindamennirnir að nota
megi nýju sveppastofnana til að búa
til gráðost með mismunandi litum, svo
sem hvítan, gulgrænan, rauðbrúnan,
bleikan, ljósbláan og dökkbláan.
Enn fremur könnuðu þeir nýju
stofnana með tilliti til bragðs og komust
að því að bragðið af nýju stofnunum
var mjög svipað upprunalegu bláu
stofnunum sem þeir voru fengnir úr.
Hins vegar leiddu bragðprófanirnar í
ljós að hver litur hafði mismunandi
áhrif á bragðskynið. /sá
Mygla:
Eru bleikir gráðostar á næsta leiti?