Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Móðir Laurens er NO31897 av Krogedal undan Dole av Krogedal NO58361 og NO25207 av Krogedal sem aftur var undan Oluf av Bakken NO53455. Laurens býr yfir miklum kjöt- gæðaeiginleikum. Fæðingarþungi kálfa er mikill og því ber aðeins á erfiðum burði. Vaxtarhraði er góður. Dætur Laurens hafa góða burðareiginleika en eru undir meðaltali í þunga afkvæma sinna við 200 daga aldur. Fallþungi afkvæma Laurens er mikill og hold- og fituflokkun mjög góð. Hér er því á ferðinni gott kynbótanaut, einkum hvað kjötgæðaeiginleika snertir. Manitu av Høystad NO74081, f. 28 . janúar 2017, hjá Svein Eberhard Østmoe á Høystad í Koppang í Stor Elvdal i Innlandet. Á íslensku mætti snara þessu sem að Svein búi á Hástað í Stóra Fljótsdal í Innsveitum. Bærinn stendur á bökkum Glomma (Glámu), lengstu ár Noregs, rúmlega 100 km norður af Hamri. Svein er formaður Angus-nautgriparæktarfélagsins í Noregi og okkur að góðu kunnur, hefur heimsótt NautÍs og fleiri bú hérlendis. Nokkur fjöldi Angus-gripa hérlendis er ættaður frá Høystad en fósturvísar frá búinu mynduðu grunninn að ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti. Faðir Manitu er GB542697200703 Netherton Americano M703 frá Bretlandi og móðirinn, Gloria av Grani, er undan CA1469322 HF El Tigre 28U sem er faðir Stóra Tígurs, Li‘s Great Tigre NO74039. Manitu gefur fremur stóra kálfa og burður því aðeins erfiður. Vaxtargeta afkvæma hans er mikil og flokkun góð, sérstaklega hvað fituflokkun varðar. Dætur Manitu hafa góða burðareiginleika og afkvæmi þeirra hafa mikinn þunga við 200 daga aldur. Manitu er því gott alhliða kynbótanaut. Kynning og lýsing nautanna byggir á línulegu útlitsmati og umsögn þeirra Ditte Clausen og Lindu Margrétar Gunnarsdóttur, ráðunauta hjá RML. Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum nýhafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó ljóst að einhver þessara nauta munu koma til almennrar dreifingar seinna í sumar. Að lokinni sæðistöku verða nautin flutt til væntanlegra kaupenda utan að Lundi og Jaki verða fluttir að Hesti þar sem ætlunin er að taka úr þeim sæði til kyngreiningar. Að lokum er hér svo tafla sem nota má til þess að skoða hver skyldleiki þessar nauta er gagnvart notkun á þeim. Sýnt er með litum hvort rétt sé að nota viðkomandi naut á dætur eldri Angus-sæðinganauta út frá innbyrðis skyldleika. Ef við tökum dæmi má sjá að Leynir 23401 er of skyldur dætrum Lilla 22402 og Laka 22403, nokkuð skyldur dætrum Vísis 18400, Draums 18042, Baldurs 18403, Eiríks 19403 Máttar 19404, Jóakims 21403 og Jenna 21405 en lítt skyldur dætrum Vals 19402, Erps 20402 og Eðals 20403. Höfundur er ráðunautur hjá RML Lax 23407 (1662742-0074) Fæddur 10. maí 2023 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Laurens av Krogedal NO74075 M. Jóra IS1662742-0044 Ff. Horgen Erie NO74029 Mf. Jens av Grani NO74061 Fm. 1879 av Krogedal NO31897 Mm. Gunna-ET IS1662742-0016 Fff. Horgen Bror NO55754 Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Ffm. Horgen Soria NO27377 Mfm. Evy av Grani NO30798 Fmf. Dole av Krogedal NO58361 Mmf. Horgen Erie NO74029 Fmm. 5207 av Krogedal NO25207 Mmm. Maiken av Grani NO102576 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Lax er meðalstór, boldjúpur og brjóstbreiður. Bak malir eru breiðar með góða vöðvafyllingu. Lærin eru breið og ákaflega holdmikil læri með góðri fyllingu innri læra. Fótstaða er sterkleg og góð en aðeins útskeif að framan. Lax er státar af sérlega góðum læraholdum, glæsilegur gripur á velli. Umsögn: Fæðingarþungi var 36 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Lax 544 kg og hafði því vaxið um 1.399 g/dag frá fæðingu. Lax hefur ávallt sýnt mjög mikla og góða vaxtargetu. Ómvöðvi: 68,0 mm, ómfita: 7,80 mm. Línulegt mat: Litur Boldýpt Herðabreidd Malalengd Malabreidd Best 9 9 9 8 Mat 9 7 9 7 Lærabreidd Innralæri Læradýpt Lærahold Best 8 9 9 9 Mat 8 9 9 8 Heildarmat Best 9 Mat 8 Lómur 23406 (1662742-0073) Fæddur 7. maí 2023 Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Laurens av Krogedal NO74075 M. Embla-ET IS1662742-0036 Ff. Horgen Erie NO74029 Mf. Emil av Lillebakken NO74028 Fm. 1879 av Krogedal NO31897 Mm. Hovin Nora NO103702 Fff. Horgen Bror NO55754 Mff. Betong av Dagrød NO74017 Ffm. Horgen Soria NO27377 Mfm. Mairin NO24738 Fmf. Dole av Krogedal NO58361 Mmf. Junior av Nordstu Fmm. 5207 av Krogedal NO25207 Mmm. Hovin Felippa NO31018 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Lómur er í tæpu meðallagi að stærð, boldjúpur og brjóstbreiður með góða vöðvafyllingu. Bak og malir eru breiðar og holdfylltar, lærin breið og holdmikil en fylling innri læra mætti vera meiri. Fótstaða er sterkleg og góð. Lómur er mjög holdmikill og glæsilegur gripur á velli. Umsögn: Fæðingarþungi var 40 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Lómur 548 kg og hafði því vaxið um 1.388 g/dag frá fæðingu. Lómur hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Ómvöðvi: 70,2 mm, ómfita: 6,60 mm. Línulegt mat: Lómur Boldýpt Herðabreidd Malalengd Malabreidd Best 9 9 9 8 Mat 9 8 9 8 Lærabreidd Innralæri Læradýpt Lærahold Best 8 9 9 9 Mat 8 7 8 9 Heildarmat Best 9 Mat 8 Leir 23408 (1662742-0075) Fæddur 18. maí 2023 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. Ætt: F. Laurens av Krogedal NO74075 M. Jóka IS1662742-0035 Ff. Horgen Erie NO74029 Mf. Jens av Grani NO74061 Fm. 1879 av Krogedal NO31897 Mm. Vísa-ET IS1662742-0006 Fff. Horgen Bror NO55754 Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 Ffm. Horgen Soria NO27377 Mfm. Evy av Grani NO30798 Fmf. Dole av Krogedal NO58361 Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039 Fmm. 5207 av Krogedal NO25207 Mmm. Lara av Høystad NO49943 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Leir er meðalstór, boldjúpur með breiðar og holdfylltar herðar. Bak og malir breiðar og vel holdfyllt. Lærin eru nokkuð breið, mikill og djúpur lærvöðvi og fylling innri læra mikil. Fótstaða er sterkleg og góð. Leir er holdmikill og fallegur gripur á velli. Umsögn: Fæðingarþungi var 33 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Leir 504 kg og hafði því vaxið um 1.327 g/dag frá fæðingu. Leir hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Ómvöðvi: 66,6 mm, ómfita: 5,73 mm. Línulegt mat: Leir Boldýpt Herðabreidd Malalengd Best 9 9 9 Mat 8 8 8 Malabreidd Lærabreidd Innralæri Best 8 8 9 Mat 8 7 8 Læradýpt Lærahold Heildarmat Best 9 9 9 Mat 9 8 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.