Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 8
8 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Landsmót hestamanna hefst á mánudag í Víðidal í Reykjavík. Ef frammistaða hrossa og knapa í vor er einhver vísbending um gæði Landsmótsins er öruggt að það verður gæðingaveisla í Víðidalnum alla næstu viku. Úrtökur hafa farið fram víða um land, ásamt íþróttamótum og kynbótasýningum. Aftur verður keppt í öllum greinum íþróttakeppninnar, en boðið var upp á það í fyrsta sinn á síðasta Landsmóti á Hellu. Sitt sýndist hverjum um þá ákvörðun að bæta við íþróttakeppninni en miðað við skráningu er augljóst að keppendur eru hrifnir af þessu fyrirkomulagi, að geta teflt sínum hesti fram á þeim vettvangi sem hentar honum best. Eins og svo oft áður hefst mótið á kynbótadómum samhliða forkeppni í barnaflokki. Linda Guðbjörg Friðriksdóttir kemur efst inn á mótið í barnaflokki en hún situr Sleipnisbikarhafann frá síðasta Landsmóti, Sjóð frá Kirkjubæ. Næst á eftir henni eru þau Elimar Elvarsson á Sölku frá Hólateigi og Una Björt Valgarðsdóttir á Öglu frá Ási 2. Unglingaflokkurinn á síðsta móti var einn af sterkustu flokkum mótsins og miðað við einkunnir frá úrtökumótum hestamannafélaganna virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Elín Ósk Óskarsdóttir kemur efst inn á mót en hún er á hryssunni Ísafold frá Kirkjubæ. Rétt á eftir er Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ og Ída Mekkín Hlynsdóttir á Marín frá Lækjarbrekku 2. Ungmennin eru ekkert smá vel ríðandi en þar má sjá fyrrum Landsmótssigurvegara í B-flokki og úrslitahesta frá síðasta Landsmóti. Þau eru jöfn efst inn á mót, Sigurður Baldur Ríkharðsson á Lofti frá Traðarlandi og Védís Huld Sigurðardóttir á Ísaki frá Þjórsárbakka. Þriðja er Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II. Enginn skortur á gæðingunum Álfamær frá Prestsbæ er efst á stöðulista inn á Landsmót í A-flokki með 8,88 í einkunn en knapi er Árni Björn Pálsson. Kjörið tækifæri fyrir Árna að sigra aftur A-flokk á Landsmóti en síðast vann hann á Hellu árið 2008 á Aris frá Akureyri. Það verður þó ekki auðvelt verk en engar smákanónur eru á stöðulistanum. Fyrrum heimsmetshafinn, Þráinn frá Flagbjarnarholti, er næstur með 8,82, knapi Þórarinn Eymundsson, og á eftir honum er Leynir frá Garðshorni á Þelamörk, knapi Eyrún Ýr Pálsdóttir, með 8,79. Ég held að keppni í A- og B-flokki geti orðið mjög spennandi og jafnvel jafnari en oft áður. B-flokkurinn er nokkuð opinn og svona fyrir fram sér maður fram á mikla baráttu í úrslitunum. Það er aragrúi gæðinga í B-flokki en efstur inn á móti er Kór frá Skálakoti, sýndur af Jakobi Svavari Sigurðssyni með 8,89 í einkunn. Annar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk með 8,80 í einkunn, sýndur af Guðmundi Björgvinssyni, og í því þriðja er Vala frá Hjarðartúni með 8,77, sýnd af Arnhildi Helgadóttur. Margir aðrir gríðarsterkir hestar eru í báðum þessum flokkum en hér fyrir ofan eru aðeins taldir upp þrír efstu. Eitt er víst að þetta stefnir í alvöru gæðingaveislu í Víðidalnum. Nýtt heimsmet í hæsta dómi hryssna Kynbótaárið byrjaði með látum og hart var barist um heimsmet hryssna. Alls voru 898 hross sýnd á ellefu vorsýningum. Sýnt var á Rangárbökkum á Hellu (4 sýningar), Hólum í Hjaltadal (2), Spretti í Kópavogi (2), Brávöllum, Selfossi (2) og Víðidal í Reykjavík (1). Eins og áður kom fram var hart barist um nýtt heimsmet hryssna. Þær Hildur frá Fákshólum og Arney frá Ytra-Álandi slógu báðar 16 ára gamalt heimsmet Lukku frá Stóra- Vatnsskarði, en hún hlaut 8,89 á Landsmóti 2008 sem var hæsti dómur sem hryssa hafði hlotið. Hildur sló heimsmetið fyrst þegar hún hlaut 8,91 í aðaleinkunn. Hlaut hún 8,69 fyrir sköpulag og 9,03 fyrir hæfileika, þ.á m. 10 fyrir skeið. Hildur, sem er sjö vetra undan Ölni frá Akranesi og Gnýpu frá Leirulæk, var sýnd af Helgu Unu Björnsdóttur. Jakob Svavar Sigurðsson er ræktandi Hildar og Gut Birkholz GbR er eigandi. Tveimur dögum síðar sló síðan Arney heimsmet Hildar þegar hún hlaut hvorki meira né minna en 8,98 í aðaleinkunn. Hlaut hún 8,42 fyrir sköpulag og 9,28 fyrir hæfileika, aðeins fimm vetra gömul. Hlaut hún m.a. 10 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, brokk, greitt stökk og fegurð í reið. Það var Agnar Þór Magnússon sem sýndi hryssuna en ræktandi er Úlfhildur Ída Helgadóttir, en hún er jafnframt eigandi hryssunnar ásamt Ragnari Skúlasyni. Þær Hildur og Arney eru þó ekki þær einu sem hlutu yfir 9,0 fyrir hæfileika á vorsýningum því Grímar frá Þúfum fékk 9,01. Grímar er sex vetra undan Sólon frá Þúfum og Grýlu frá Þúfum. Til gamans má geta að Grímar er fjórði hesturinn í beinan karllegg sem fær yfir 9,00 fyrir hæfileika. Faðir hans Sólon var með 9,11, afi hans Trymbill var með 9,01 og langafi Þokki frá Kýrholti með 9,04. Sýnandi Grímars var Mette Mannseth. Sautján tíur Nokkrar tíur litu dagsins ljós á kynbótabrautinni en fyrir utan tíuna sem Arney hlaut fyrir samstarfsvilja og Hildur fyrir skeið, hlaut Steinn frá Stíghúsi 10 fyrir brokk. Herakles frá Þjóðólfshaga 1 og Mjallhvít frá Sumarliðabæ fengu líka 10 fyrir skeið. Díana Bakkakoti hlaut 10 fyrir stökk. Grímar frá Þúfum og Svarti- Skuggi frá Pulu fengu báðir 10 fyrir fet. Þá er ekki búið að telja þær tíur sem hafa verið gefnar fyrir einstaka eiginleika í sköpulagi en Þórshamar frá Reykjavík hlaut 10 fyrir bak og lend og átta hross hlutu 10 fyrir prúðleika; Sjafnar frá Skipaskaga, Grímur frá Öldvaldsstöðum IV, Eldey frá Prestsbæ, Hreggviður frá Efri-Fitjum, Léttir frá Þóroddsstöðum, Hjartasteinn frá Hrístjörn, Krummi frá Feti og Díva frá Kvíarhóli. Frábær fjögurra vetra hross Mörg frábær fjögurra vetra hross hafa verið sýnd í vor og verður gaman að fylgjast með þessum yngstu hrossum á mótinu. Efstur stóðhesta er Feykir frá Stóra-Vatnsskarði með 8,57 í aðaleinkunn og efstu hryssur með sömu aðaleinkunn, 8,38, eru Kría frá Árbæ og Dama frá Hjarðartúni. Feykir er með hæstu hæfileika- einkunnina, eða 8,48 og hæstur í sköpulagi er Dalvar frá Efsta- Seli með 8,86, sem er fjórða hæsta sköpulagseinkunn sem fjögurra vetra hross hefur hlotið. Nokkur af þeim hafa hlotið úrvalseinkunn en þau Miðill frá Hrafnagili og Katla frá Árbæjarhjáleigu II hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja. Dama frá Hjarðartúni fékk það einnig sem og 9,5 fyrir tölt. Orka frá Sámsstöðum hlaut 9,5 fyrir skeið. Álfaklettur hlýtur Sleipnisbikarinn Komið er í ljós hvaða hestar taka á móti afkvæmaverðlaunum á mótinu. Fjórir stóðhestar geta mætt með afkvæmahóp til heiðursverðlauna á mótinu, þeir Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Hringur frá Gunnarsstöðum og Skaginn frá Skipaskaga. Þessu til viðbótar getur Kjerúlf frá Kollaleiru mætt með afkvæmahóp á Landsmót, en hann hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2022 en hefur ekki mætt með afkvæmahóp á Landsmót. Álfaklettur stendur vel í kynbótamatinu og mun því standa efstur þessara stóðhesta á Landsmóti og taka við Sleipnisbikarnum sögufræga. Hann er þriðji sonur Álfadísar frá Selfossi sem hlýtur heiðursverðlun fyrir afkvæmi. Álfur frá Selfossi var Sleipnisbikarhafi á Landsmóti árið 2012 og Álfasteinn frá Selfossi hlaut heiðursverðlaun árið 2019. Þá nær Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum einnig heiðursverðlaunum í ár en hann er staddur í Svíþjóð. Þráinn frá Flagbjarnarholti verður handhafi Orrabikarsins á komandi Landsmóti en hann er efstur af þeim átta hestum sem geta mætt með afkvæmahóp á Landsmót til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. Hinir eru Adrían frá Garðshorni á Þelamörk, Ísak frá Þjórsárbakka, Dagfari frá Álfhólum, Snillingur frá Íbishóli, Hreyfill frá Vorsabæ, Lexus frá Vatnsleysu og Ljósvaki frá Valstrýtu. Það er gott að eiga stað fyrir sláttuvélina, grillið, hrífuna og dekkin... VANTAR ÞIG PLÁSS? VORTILBOÐ 2024 FÆST Í VEFVERSLUN www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 KOFAR OG HÚS Síðan 2012 BREKKA 34 - 9 fm 519.000 kr. 25% afsláttur 692.000 kr. NÝTT EYRI - 15 fm 895.000 kr. 25% afsláttur 1.193.000 kr. STAPI - 14,98 fm 825.000 kr. 25% afsláttur 1.100.000 kr. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER OPIÐ FYRIR PANTANIR Landsmót hestamanna 2024 Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Arney frá Ytra-Álandi er hæst dæmda hryssan frá upphafi en hún er með 8,91 í aðaleinkunn, sýnandi Agnar Þór Magnússon. Mynd / Kolla Gr. Feykir frá Stóra-Vatnsskarði er hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhesturinn eftir vorsýningar, sýnandi Hans Þór Hilmarsson. Mynd / Nicki Pfau Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum var handhafi Orrabikarsins á Landsmótinu 2022 á Hellu. Í ár mun hann taka á móti Sleipnisbikarnum. Mynd / Kolla Gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.