Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 27.06.2024, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 27. júní 2024 Fréttir Suzuki á Íslandi Skeifunni 17 Sími 568 5100 www. suzuki.is VERÐ FRÁ KR. 809.000 Nánari upplýsingar á suzuki.is ÖFLUGIR UTANBORÐSMÓTORAR FRÁ SUZUKI Það liggur þrotlaus ransóknar- og prófunarvinna á bakvið utanborðsmótora Suzuki sem skilar sér í krafti, sparneytni, áreiðanleika og endingu. Komdu við og kynntu þer úrvalið og möguleikana. Við tökum vel á móti þér Hitaveitulagnir Kaldavatnslagnir Fráveitulagnir Hringhella 12 - Hafnarfirði - S. 565-1489 - isrör.is Byggingarstjóri Ertu í byggingarhugleiðingum eða kominn af stað með framkvæmdir ? Tek að mér að vera byggingarstjóri á öllum byggingarstigum og vera tengiliður við byggingarfulltrúa fyrir þig. Hafið samband í síma 852-3222 eða á netfang: asgeirvil@gmail.com Nýlega var undirritað samkomulag á milli ríkisins, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á tímabilinu 2024–2029. Auk þess verður uppbygging fjármögnuð á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði í Stykkishólmi. Samkomulagið byggir á ramma- samningi ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir í húsnæðismálum, sem gerður var sumarið 2022. Viðráðanlegur húsnæðiskostnaður og 60 nýjar íbúðir byggðar Stykkishólmur er ört vaxandi sveitar- félag þar sem íbúum hefur verið að fjölga jafnt og þétt á síðustu árum. „Því fagna ég sérstaklega undirritun þessa samkomulags sem miðar að því að skapa skilyrði til nauðsynlegrar uppbyggingar til að koma til móts við vaxandi íbúafjölda og áhuga fólks á að flytja til okkar. Með undirritun samkomulagsins er sveitarfélagið einnig að sýna í verki að það vill vera leiðandi þátttakandi í sameiginlegu átaki ríkis og sveitar- félaga um að stórauka framboð fjöl- breyttra íbúðakosta til að mæta nauð- synlegri íbúðaþörf, ekki síst til að allir hafi aðgengi að öruggu og góðu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðis- kostnaði,“ segir Jakob Björgvin Jakobs- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Markmið samkomulagsins við Stykkishólm er að byggðar verði um 60 íbúðir í sveitarfélaginu á næstu fimm árum í samræmi við metna þörf samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir 18 hagkvæmum íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og fimm félagslegum íbúðum. Áformin eru í samræmi við endurskoðun á húsnæðisáætlun Stykkishólms, sem gerir ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins muni fjölga um rúmlega 100 á næstu árum. Sveitarfélagið mun leitast við að tryggja nægjanlegt framboð byggingar- hæfra lóða í samræmi við samkomulagið og stefnir að því að úthluta byggingar- hæfum lóðum fyrir 44 íbúðir í ár. Ráðherra fagnar „Það var sérstaklega gleðilegt að undir- rita þennan samning við Stykkishólm, en þörfin fyrir uppbyggingu húsnæðis er brýn um allt land. Ég fagna því sérstaklega að tæplega þriðjungur þeirra íbúða sem hér um ræðir verði hagkvæmar íbúðir með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráð- herra. /mhh Stykkishólmur: Aukið framboð íbúðahúsnæðis Frá undirritun samningsins, Jakob Björgvin bæjarstjóri, Svandís Svavars- dóttir innviðaráðherra og Hermann Jónasson, forstjóri HMS. Mynd/Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.