Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 15
c. Ef bíllinn hennar bilar verður að gera við hann.
d. *Ef bíllinn karlsins/konunnar/mannsins bilar verður að gera við
hann.
Í (9a) hefur maður í bíllinn manns sams konar virkni og eignarfornafnið í
(9b), sjá bíllinn minn, og hegðar sér eins og eignarfall persónufornafnsins
hún í (9c), sjá bíllinn hennar.
Í (9d) er mannsins aftur á móti hefðbundið nafnorð með greini en þá
getur það ekki staðið sem eignarfallseinkunn með öðru nafnorði sem bætir
við sig greini, nema þá hjá þeim sem hafa í máli sínu Ólafs fjarðar eignar -
fallið svokallaða (Gunnhildur Ottósdóttir 2006, Höskuldur Þráinsson,
Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson 2015, Einar Freyr Sig -
urðs son 2017b). Því er dæmið merkt með stjörnu – en með þeim fyrirvara
að þetta ætti að vera tækt í máli þeirra sem hafa Ólafsfjarðareignarfallið.
2.5 Bindilögmál B og C og samvísun
Stundum er rætt um fornöfn þannig að þau séu notuð til að forðast endur -
tekningu, sbr. Björn Guðfinnsson (1937:13). Innan generatífrar málfræði
hefur mikið verið fengist við að skýra dreifingu mismunandi nafnliða, þ.e.
hvenær hægt er að nota t.d. sérnöfn og fornöfn, og það fellt undir vel þekkt
bindilögmál. Þau eru þrjú: A, B og C (sjá t.d. Chomsky 1981:188, Sigríði
Sigurjónsdóttur 1992, Höskuld Þráinsson 2005:526–528). Lögmál A lýtur
að bindifornöfnum (e. anaphors), svo sem afturbeygðum fornöfnum eins
og sig. Samkvæmt lögmáli A verða bindifornöfn að vera „bundin“ á sínu
sviði, t.d. innan þeirrar setningar sem þau standa í. Dæmi um þetta er Jóni
dreif sigi burt þar sem undanfarinn Jón bindur sig og því er afturbeygt for-
nafn notað í andlagssætinu. Hér sjáum við sama vísi (e. index), i, á nafn -
liðunum Jón og sig og það má í þessu tilfelli rekja til þess að Jón er und-
anfari sig. Lögmál B lýtur að fornöfnum (eða fornefnum, e. pronominals),
t.d. ég og hún, og þar segir að fornöfn verði að vera frjáls á sínu sviði – það
væri t.d. ótækt að segja *Jóni dreif hanni burt vegna þess að þar er hann
ekki frjálst fornafn úr því að Jón bindur það. Lögmál C lýtur síðan að
vísiliðum (e. re ferential expressions, R-expressions), en þar undir falla t.d. sér -
nöfn og ákveðniliðir eins og t.d. María, lögfræðingurinn eða hundurinn.
Þetta lögmál segir að vísiliðir verði að vera alfrjálsir. Þegar við greinum
milli þess hvort maður er fornafn eða nafnorð erum við í raun að velta
fyrir okkur hvort það sé fornafn/fornefna (sjá lögmál B) eða vísiliður (lög -
mál C).
Maður, fornöfn og hrappar 15