Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 19
3.2 Nánar um merkingu maður í íslensku
Í sértækri merkingu getur mælandi sem sagt vísað til sjálfs sín eingöngu
með því að nota maður, sbr. umfjöllunina hér að framan, en í almennri
merk ingu er vísunin víðtækari, jafnvel þannig að talað er um fólk almennt,
en þó þannig að mælandinn sjálfur er talinn með, sjá (19).
(19) Hvernig skráir maður sig í sóttkví?
Hér má segja að spurt sé um hvaða reglur gildi almennt um skráningu í
sóttkví og hvernig fólk almennt fari að og um leið yfirfærast slíkar reglur
eða viðmið á mælandann. Almenn merking maður, rétt eins og sértæk,
virðist þannig þurfa að ná yfir mælandann, þ.e. hann þarf að vera hluti
þess mengis sem maður nær til. Önnur leið við að skoða almennu merk-
inguna er að fylgja greiningu Moltmann (2006, 2010) á almennri merk-
ingu fornafnsins one í ensku og segja að mælandi setji sig í spor þeirra sem
notkun fornafnsins nær til hverju sinni eða samsami sig þeim; þannig má
segja að hann máti sig við eða inn í aðstæðurnar sem er lýst.
Almenna merkingu má gjarnan kalla fram í tíðarsetningum, sbr. (20a)
Þegar maður …, og skilyrðissetningum, sbr. (20b) Ef maður … Í báðum
dæmunum er einföld nútíð (ýtir og margfaldar).11
(20) a. Þegar maður ýtir á hnappinn, þá kviknar ljós.
b. Ef maður margfaldar 2 og 3, verður útkoman 6.
(Jóhannes Gísli Jónsson 1992:3)
Samhengið í þessum dæmum er almennt, eins og kannski gefur að skilja,
en þar er lýst aðstæðum sem eiga við sama hvaða gerandi á í hlut. Það
skiptir t.a.m. ekki máli hver það er sem margfaldar 2 og 3 – útkoman
verður alltaf 6. Athyglisvert er að hægt væri að snúa tíðarsetningunni og
skilyrðissetningunni í þolmynd og fá almenna merkingu:
(21) a. Þegar ýtt er á hnappinn, þá kviknar ljós.
b. Ef tölurnar 2 og 3 eru margfaldaðar, verður útkoman 6.
Það eru hins vegar ekki sömu takmarkanir á því til hvaða mengis maður í
almennri merkingu nær og í samsvarandi þolmynd. Í þolmynd er gerandi
oft ósýnilegur (þ.e. ef hann er ekki nefndur í af-lið) og þar hefur ósagður
gerandinn gjarnan merkinguna ‘einhver’ og vísar sú merking ekkert sér-
Maður, fornöfn og hrappar 19
11 Þótt almenn merking sé augljósasta merkingin í dæmum eins og (20) geta slík dæmi
vissulega verið tvíræð, eins og ritrýnir bendir okkur á.