Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 78
⟨x⟩ og ⟨z⟩ séu ekki nauðsynlegir stafir þar sem tákna megi þá með öðrum
hætti („Þeirra stafa má þarfnast ef vill í váru máli […]“ (Hreinn Bene -
diktsson 1972:236, samræming mín)) þótt höfundur ritgerðarinnar vilji
halda í ⟨x⟩ en ekki ⟨z⟩ (Hreinn Benediktsson 1972:97–98). Rask (1826:286–
289) lagði hins vegar til að hætt yrði að nota ⟨x⟩ í danskri stafsetningu og
varð það úr þar.45
3.4.3 Lágstafir í upphafi samnafna
Með tilkomu prentlistarinnar hér á landi á sextándu öld varð fljótt algeng-
ara en áður að nota stóra stafi fremst í orðum, einkum nafnorðum, einnig
inni í setningum (Stefán Karlsson 2000:57, Jón Helgason 1929a:13, Bandle
1956:19–22). Á seinni hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu
minnkaði þessi notkun, t.d. í útgáfum Hrappseyjarprentsmiðju (Stefán
Karlsson 2000:61, Jón Helgason 1928:64–74).
Rask virðist hafa verið á móti slíkri notkun hástafa í samnöfnum þótt
skoðanir hans um það séu ekki eins skýrar og um sumt annað. Hann talar
ekki beint um notkun hástafa í samnöfnum í ritum sínum en í dæmum
sem hann notar, t.d. í Lestrarkverinu (Rask 1830), eru notaðir lágstafir.
Bjarni Thorarensen biðst í bréfi til Rasks frá 15. september 1828 einnig
afsökunar á því að hafa notað hástafi í samnöfnum í bréfinu sem bendir
hugsanlega til þess að hann hafi vitað um skoðun Rasks á slíkri ritvenju.46
Tillögur Rasks um há- og lágstafi í samnöfnum voru frábrugðnar til-
lögum hans um sama atriði fyrir dönsku (Rask 1826:125–131) sem komu
út fjórum árum áður en Lestrarkverið. Þar sagði hann að notkun hástafa í
samnöfnum væri hjálpleg og mælti ekki með því að breyta almennri staf-
setningarhefð um slíka ritun.
4. Niðurlag
Áhrif Rasks á stöðlun íslenskrar stafsetningar á nítjándu öld eru óum-
deild. Á þessu skeiði var samræmd stafsetning hér á landi í bernsku og
Jóhannes B. Sigtryggsson78
45 Rask (1826:289): „Dette Bogstav er da hos os unyttigt, logisk urigtigt og praktisk
skadeligt: det synes derfor med Rette at forkastes af det dansk-norske Sprog.“
46 Jón Helgason (1986(2):230–231): „Ad eg skrifa Substantiva í Islendsku med Upp -
hafsstöfum, bid eg Ydur ad fyrirgéfa mér, því bædi er þad af gömlum Vana, og líka af
Sannfæríngu, því ei hygg eg Málinu siálfu vidkomi miög hvört smærri Stafir eru brúkadir
eda stærri, og líka hygg eg ad þad sé gott, helst fyrir Framandi, til ad skilja betur eda giöra
sumstadar Meinínguna greinilegri.“