Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 234

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 234
Ein stærsta viðvörunarbjallan hringir þegar í ljós kemur að í bókinni er enga heimildaskrá að finna; lítið er getið um heimildir annars staðar í bókinni og ekki vitnað í orðabækur um hvar upplýsingar um meint tökuorð úr gelísku sé að finna. Að vísu er minnst á nokkra fræðimenn sem hafa áður skrifað um efni tengd bók- inni, þar á meðal Hermann Pálsson, Helga Guðmundsson, Einar Ól. Sveinsson og Gísla Sigurðsson (bls. 59). Engu að síður eru verk þeirra ekki nýtt (eða a.m.k. ekki vísað til þeirra) til að styðja við tilgátur bókarinnar, t.d. um að fjöldi land- námsfólks frá Írlandi hafi verið meiri en almennt hefur verið talið. Sérstaka eftir - tekt vekur að lítið er notast við rit Helga Guðmundssonar málfræðings (t.d. 1997) sem einna mest hefur skrifað um ýmis örnefni sem talin hafa verið af keltneskum toga, hvað þá að nokkru markverðu sé bætt við. Ef Þorvaldur hefði stuðst við fyrri fræðirit og þá þekkingu sem þau hafa að geyma um hugsanlegan gelískan uppruna sumra orðanna sem hann fjallar um hefði það aukið áreiðanleika bókar- innar. Þetta gerir hann þó ekki. Einnig vekur athygli að fyrir utan Helga eru fæst- ir þeirra sem hann þó nefnir á nafn í bókinni málfræðingar heldur eru, eins og höfundurinn, leikmenn með áhuga á hugsanlegu sambandi Írlands og Íslands á landnámsöld (sjá bls. 60). Þorvaldur fellur líka í þá gildru að fjalla um „keltnesku kirkjuna“ svokölluðu. Hugmyndin um keltneska kristni sem talin hafði verið sérstök og frábrugðin evr- ópskri kristni á meginlandinu er núna úrelt (bls. 17). Það er eins og höfundurinn geri sér ekki grein fyrir að á miðöldum voru Írland og Ísland fyrst og fremst hluti af Evrópu og menning beggja landanna endurspeglar það. Með öðrum orðum var hvorugt þessara landa eitthvað einstaklega „írskt“ eða „íslenskt“ á þessum tíma, hvað þá að kristileg trúariðkun þar hafi í grundvallaratriðum verið frábrugðin því sem gerðist annars staðar í Evrópu. Þar af leiðandi er engin ástæða til að halda því fram að tökuorð sem tengjast kristni séu frekar úr gelísku heldur en norrænum málum, þýsku, frönsku, ensku eða latínu. Svo virðist sem Þorvaldur setji fram tvær tilgátur í riti sínu. Sú fyrri er að stór hluti landnámsfólksins hafi verið gelískumælandi, raunar svo stór hluti að þetta fólk hafi haft langvarandi áhrif á tungumálið, þar á meðal örnefni. Síðari tilgátan er að á innan við tvö til þrjú hundruð árum hafi gelísk tunga horfið svo gjörsam- lega að höfundar Landnámabókar hafi ekki lengur verið meðvitaðir um að það tungumál hefði nokkurn tíma verið útbreitt hér á landi. Hvað sem slíkum atriðum líður er stærsti og augljósasti gallinn á þessari bók alvarlegur skortur á málfræðiþekkingu. Höfundur talar iðulega um tungumálið sem „gelísku“, hugsanlega fyrir áhrif frá fræðiritum Helga Guðmundssonar (bls. 59), en hann virðist samt ekki alveg skilja hvað átt er við með því hugtaki. Einn undirkaflanna er nefndur „Landnámuhöfundur skilur ekki gelísku“ (bls. 43) en það er óljóst að höfundur geri það sjálfur. En ekki er nóg með það heldur virðist höf- undi ekki vera fullljóst hvað er átt við þegar talað er um gelísku sem tungumál. Hvarvetna í bókinni blasir við að hann gerir engan greinarmun á mismunandi málsvæðum þar sem keltneskumælandi fólk bjó á ýmsum tímum eða málbreyt- ingum sem hafa átt sér stað á ólíkum tímaskeiðum. Hugtakanotkunin er óskýr og Ritdómar234
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.