Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 132

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Síða 132
Mín niðurstaða er sú að þrátt fyrir marga aðdáunarverða eiginleika muni þessi mállíkön aldrei öðlast alvöru málhæfni í núverandi mynd. Þetta er vegna galla í kerfinu — sífellt meira magn gagna getur ekki af sjálfu sér töfrað fram fullkomið málkerfi. Ég er þeirrar skoðunar að mál líkön séu ekki fær um að skilja orsakasamhengi, sem er mikilvægur þáttur í því að ná tengslunum á milli málsins annars vegar og hugmynda okkar um heim - inn hins vegar. Við manneskjur getum metið og skilið tilteknar setningar sem við höfum aldrei heyrt áður vegna þess að við erum gædd alvöru skapandi málkerfi og höfum þróað með okkur skilning á orsakasamhengi. Þó held ég að mállíkön gætu orðið að mikilvægu tæki í málvísindum á að minnsta kosti tvennan hátt — í gagnasöfnun annars vegar og í samanburðar - rannsóknum á málhæfni manna og véla hins vegar — og mun ég fjalla um þetta í lokakaflanum. 2. Generatíf vél og skapandi mannshugur Vélnám (e. machine learning) er svið gervigreindar þar sem tölvukerfi læra að bæta frammistöðu sína í tilteknu verkefni með því að greina gögn og laga sig að þeim frekar en að treysta á skýra forritun. GPT-4, sem Chat GPT er byggt á, er stórt mállíkan þjálfað á gríðarlegu textamagni til að finna töl - fræðileg mynstur í þeim (Wong 2023). Kerfið er generatíft (e. generative) — um er að ræða málmyndunarlíkan — í þeim skilningi að það treystir ekki á fyrirfram hönnuð sniðmát fyrir svörin sem það setur saman heldur myndar (e. generates) svör á nýjan hátt í hvert skipti sem notandinn spyr um eitthvað. ChatGPT hefur þó ekki hugrænt líkan af heiminum (Marcus 2022) og textinn sem forritið myndar byggir á eins konar námundun (e. approximation) allra staðreynda og texta sem það hefur plægt í gegnum, m.ö.o. tölfræðilegum líkindum um það hvaða orð væru líkleg til að koma á eftir orðunum strax á undan (Chiang 2023). Eins aðdáunarvert og þetta er sem tölvunarfræðilegt afrek eru svör líkansins frekar óáreiðanleg, því að vegna skorts á líkani af heiminum er kerfið ófært um að túlka heiminn og draga áreiðanlegar ályktanir um hann (sjá Chiang 2023 og Bogost 2022). Ef notandinn þekkir efnið sem spurt er um ekki fyrir getur hann ekki verið viss um að svörin sem ChatGPT veitir honum séu rétt og því er gagnsemi kerfisins takmörkuð. Noam Chomsky, Ian Roberts og Jeffrey Watumull setja fram harka- lega gagnrýni á ChatGPT í nýlegri grein í The New York Times: „[W]e know from the science of linguistics and the philosophy of knowledge that [LLMs] differ profoundly from how humans reason and use lan- Mikael Lind132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.