Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 69
3.3.1 Stafurinn ⟨ð⟩: endurvakið forntákn
Stafurinn ⟨ð⟩ er upphaflega úr engilsaxnesku, tekinn þaðan upp í forn-
norsku og því næst í forníslensku. Í allra elstu forníslensku handritunum
og til um 1220 var notað ⟨þ⟩ í innstöðu og bakstöðu fyrir /þ/, t.d. eþa
‘eða’, en eftir það oftast ⟨ð⟩ eða ⟨d⟩ (Stefán Karlsson 2000:50, Hreinn
Bene diktsson 1965:44). Snemma á þrettándu öld varð ⟨ð⟩ algengasta
táknið fyrir þetta hljóð í inn- og bakstöðu og var hið almenna tákn fram
á miðja fjórtándu öld en hvarf síðan alveg um 1400 (Stefán Karlsson
2000:50). Eftir það varð ⟨d⟩ hið ríkjandi tákn fyrir þetta hljóð allt fram á
nítjándu öld.
Á síðari hluta átjándu aldar var ⟨ð⟩ endurvakið, upphaflega í útgáfum
fornrita, fyrst í útgáfu Olaus Olavius á Njálu 1772 (sjá Stefán Pálsson o.fl.
2012:99–100), og síðan eftir það í almennu ritmáli á fyrri hluta nítjándu
aldar og þá aðallega vegna baráttu Rasks fyrir notkun þess.
Rask notar ⟨ð⟩ fyrst í bréfi til Bjarna Thorsteinssonar 27. maí 1817
(Stefán Pálsson o.fl. 2012:101) en minnist fyrst á það í sænskri útgáfu
málfræði sinnar (Rask 1818:6) þar sem það er orðið hluti af stafrófinu.
Rask (1818:15–16) ræðir einnig um ⟨ð⟩ seinna í verkinu og mælir með því
að það verði endurvakið og segir að það sé ekki rökrétt að nota sértákn
fyrir hið óraddaða hljóðbrigði (þ.e. [þ]) hljóðansins, þ.e. ⟨þ⟩, en ⟨d⟩ fyrir
raddað afbrigði þess (þ.e. [ð]): „Det rättaste är derföre, att enligt språkets
natur och förfädrens stadiga bruk bibehålla denna bokstaf [þ.e. ⟨ð⟩].“
(Rask 1818:16).29 Rask minnist alloft á ⟨ð⟩ í bréfum sínum og á þar meðal
annars áköf skoðanaskipti við þýska fræðimanninn Jacob Grimm um
notkun ⟨ð⟩ í útgáfum miðaldatexta (Rask 1941(2):88–89, 108, 143–144,
Rask 1968:244).
Stafurinn ⟨ð⟩ er skýrasta dæmið um áhrif Rasks á íslenska stafsetn-
ingu. Til þess að vinna honum fylgi notaði hann Lestrar kver sitt (Rask
1830) og beitti áhrifum sínum í Hinu íslenska bókmenntafélagi til þess að
knýja í gegn atkvæðagreiðslu árið 1828 um notkun hans. Sjónarmið Rasks
varð ofan á:30 Ellefu studdu að ⟨ð⟩ yrði notað í útgáfum félagsins, þrír
voru á móti en sex vildu að það yrði notað í útgáfum þess nema í tímarit-
inu Skírni (Rask 1828:41–45, 1968:241–242, Stefán Pálsson o.fl. 2012:
104–108). Rask (1828:43) mælti gegn þessari aðgreiningu og sagði að ekki
gengi „að hafa aðra reglu í frèttablöðum heldr en í öðrum bókum, og það
Rasmus Rask og íslensk stafsetning 69
29 Sjá einnig Stefán Pálsson o.fl. (2012:100–101).
30 Rask var stofnandi félagsins ásamt öðrum og forseti Hafnardeildar þess 1816 og
aftur 1827–1831.