Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Page 122
eins og e-r kallar e-ð sem er í báðum dæmunum; einnig er henda í form
innan gæsalappa í (5b) enda í svolítilli mótsögn við útkomuna, hinar bestu
tertur. En orðalagið eins og e-r kallar e-ð gæti bent til þess að málfarið hafi
ekki þótt henta athöfninni sem lýst er og afrakstri hennar eða jafnvel
málsniði textans.5
(5) a. […] og alltaf áttirðu eitthvað gómsætt sem þú varst nýbúin að henda
í ofninn eins og þú kallaðir það.
(Morgunblaðið 20. apríl 2008, bls. 46/Tímarit.is)
b. Hún […] „henti í form“ eins og hún kallaði það að baka hinar bestu
tertur. (Morgunblaðið 25. júní 2013, bls. 30/Tímarit.is)
Í fyrra dæminu er nafnorðið í fylliliðnum með greini en almennt er grein-
ir varla eða ekki notaður á fyllilið í orðasambandinu henda í e-ð. Dæmið í
(5b) er því frekar eins og við er að búast. Um greininn og hlutverk hans
verður rætt í þriðja kafla.
2.2 Um íþróttir
Sambandið henda í e-ð kemur oft við sögu þegar rætt er um íþróttir, eins og
í dæmunum í (6). Oft tengist það markaskori, eins og sigurmarki í dæmi
(6a) og víti í (6b), en það er líka notað um það að stofna til liðs eins og í (6c).
(6) a. Molde lét þetta ekki á sig fá og henti í sigurmark stuttu síðar […]
(fótbolti.net 2017/Risamálheildin)
b. […] ég ætla að segja hann hafa átt að henda í víti til að fá hærri ein-
kunn. (fótbolti.net 2019/Google (mars 2023))
c. Valkyrjur setja svip á leikina. Söfnuðu í hóp og hentu í lið.
(Morgunblaðið 16. september 2017, bls. 52/Tímarit.is)
Margrét Jónsdóttir122
Hlutur/tæki kemur líka við sögu þegar talað er um að henda í vél. Dæmi ná aftur til níunda
áratugar síðustu aldar. Ekkert er búið til heldur er verið að lýsa athöfn. Gæsalappirnar tjá
örugglega efasemdir um stöðu sambandsins.
(ii) Við hugsuðum um útifötin sem yrði að vera hægt að „henda í vél“. Við hugsuðum
með hryllingi til þess að þurfa að setja öll barnaföt í hreinsun.
(Helgarpósturinn 4. febrúar 1988, bls. 16/Tímarit.is)
Gæsalappir eru líka með slá í e-ð frá sama tíma, líklega vegna þess að málsniðið hefur vart
þótt við hæfi, of talmálslegt, í bók um forseta Íslands.
(iii) Þegar hún kom aftur til að skila honum [lykli] var búið að „slá í lummur“.
(Steinunn Sigurðardóttir 1988/Íslenskt textasafn)
5 Vert er að benda á að í dæmi (5a) er fræðilega séð andlagseyða í tilvísunarsetning-
unni: … sem þú varst nýbúin að henda __ [þ.e. einhverju gómsætu] í ofninn.