Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 60
yfir stökum sérhljóðstáknum, t.d. ⟨⟩ (⟨ä⟩) (Stefán Karlsson 2000:49–50).
Á fyrstu öldum prentunar hér á landi voru upprunaleg stutt og löng sér-
hljóð (sem sum höfðu tvíhljóðast) oftast ekki aðgreind eða þau síðar-
nefndu tvöfölduð eða notaðir límingar, t.d. ⟨w⟩ (/ú/), ⟨aa⟩ (/á/) og ⟨ij⟩
(/í/) (Stefán Karlsson 2000:56, Bandle 1956:25–34).
Það var ekki fyrr en á síðari hluta átjándu aldar sem farið var að nota
staka sérhljóðabrodda aftur til að tákna upprunaleg löng sérhljóð í þessu
skyni og þá fyrst í útgáfum fornsagna, t.d. Konungsskuggsjár 1768 (Hæg -
stad 1942:68, Stefán Karlsson 2000:61). Um svipað leyti eða 1762 mælti
Eggert Ólafsson í Réttritabókinni með þeim í nútímastafsetningu fyrstur
manna á síðari öldum (Lindblad 1952:199–200).
Rask tók fljótt upp þessa skriftarvenju. Strax í málfræði hans frá 1811
er hún notuð. Það er einnig ljóst af orðum Rasks (1818:6) í endurskoðaðri
útgáfu málfræðinnar á sænsku að hann hefur þekkt til Réttritabókar
Eggerts og minnist þar einnig á óútgefið stafsetningarhandrit Jóns Ólafs -
sonar úr Grunnavík (sjá kafla 1). Í Lestrarkverinu (Rask 1830) eru (fram) -
broddar notaðir eins og í nútímastafsetningu.
Upprunalega langa sérhljóðið /eː/ var í stafsetningu Rasks táknað
með ⟨è⟩ (sjá 3.2.1.2). Rask (1830:28) mælti hins vegar með því að ⟨é⟩ yrði
notað í fornritaútgáfum fyrir ei-hljóð þar sem væri oft ritað ⟨e⟩ í handrit-
um, t.d. ⟨jartékna⟩, ⟨égi⟩ fyrir jarteikna, eigi (sjá t.d. Fornmanna sögur 11,
bls. 4: ⟨égi mon þetta⟩). Rask segir einnig að nota megi ⟨é⟩ „í framandi
orðum, t. d. Évrópa“ en skýrir það ekki nánar.
3.2.1.2 Bakbroddur (ˋ)
Aðalnotkun bakbrodds (ˋ) í stafsetningartillögum Rasks var í bókstafnum
⟨è⟩. Hann vildi bæði nota hann í útgáfum fornra texta og í nútímastafsetn-
ingu. Auk ⟨è⟩ nefndi Rask einnig að það mætti nota bakbrodd í ⟨ì⟩ og ⟨ù⟩
í fornritaútgáfum.
⟨è⟩
Langa hljóðið /eː/ í forníslensku varð um miðja þrettándu öld að stígandi
tvíhljóði með hálfsérhljóð sem fyrri lið. Fyrri hluti þess varð síðar að öng-
hljóði, þ.e. [eː] > [e] > [je]/[jɛ] (Stefán Karlsson 2000:24, Björn K. Þór -
ólfsson 1929:232–240, Aðalsteinn Hákonarson 2016:89, 2017). Í Fyrstu
málfræðiritgerðinni var notað táknið ⟨é⟩ fyrir upprunalega langa hljóðið
sem var í samræmi við það kerfi sem þar er lagt til, þ.e. að auðkenna löng
sérhljóð með sérhljóðabroddi. Frá fjórtándu öld og fram á þá nítjándu var
algengast að tákna tvíhljóðið og síðar hljóðasambandið sem varð til við
Jóhannes B. Sigtryggsson60