Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2023, Blaðsíða 76
3.3.8 Tvöfaldir samhljóðar á undan öðrum samhljóða
Lengd samhljóða í innstöðu hlutleystist á undan samhljóði í forníslensku
og stafsetning fornra handrita endurspeglar það, t.d. ⟨kepti⟩ (af keppa) (sjá
Jón Þorkelsson 1901). Rask (1818:23) virðist fylgja slíkri einföldunarreglu
í sænskri útgáfu íslenskrar málfræði sinnar, t.d. ⟨skemdi⟩, ⟨brendi⟩, ⟨firti⟩,
⟨kepti⟩ (af so. skemma, brenna, firra, keppa). Seinna virðist hann þó hafa
skipt um skoðun á þessu stafsetningaratriði. Hann talar ekki beint um
þetta í Lestrarkverinu en það sést á dæmum sem hann notar þar að fylgt
er upprunasjónarmiði og hann ritar tvöfaldan samhljóða á undan öðrum
samhljóða, t.d. ⟨leggst⟩ (11), ⟨minnzt⟩, ⟨finnst⟩ (15), ⟨happs⟩ (16), ⟨drakkst⟩,
⟨plaggs⟩ (19), ⟨tryggs⟩ (20).
Þessari upprunareglu var seinna fylgt í skólastafsetningu Halldórs
Kr. Friðrikssonar og hefur hún verið hluti af opinberum stafsetningar-
reglum frá 1918. Mikið var þó deilt um þetta stafsetningaratriði á seinni
hluta nítjándu aldar. Sumir fræðimenn, t.d. Jón Þorkelsson (Jóhannes B.
Sig tryggsson 2017:163–164), vildu styðjast við ritun fornra handrita og
einnig nútímaframburð og nota einfalda samhljóða á undan öðrum, t.d.
⟨kepti⟩. Reglum Jóns Þorkelssonar um þetta var fylgt að mestu í blaða -
manna stafsetningunni (Stafsetningar-reglur Blaðamannafélagsins 1898:
214). Jón og Halldór Kr. Friðriksson þrættu í dagblöðum um þetta staf -
setningar atriði (Jóhannes B. Sigtryggsson 2017:165–167) en uppruna-
ritháttur skólastafsetningarinnar varð þar ofan á í seinni tíma stafsetn-
ingu.
3.4 Ýmislegt annað í stafsetningu Rasks
Rask hafði einnig áhrif á ýmislegt annað í stafsetningu, t.d. einföldun
íslenska nútímastafrófsins með því að hætta að nota bókstafina ⟨q⟩, ⟨w⟩
og líminga (t.d. ⟨aa⟩) (sjá 3.4.3). Hann virðist einnig hafa haft áhrif á það
að algengara varð að rita samnöfn með lágstaf (sjá 3.4.2) og var eindreginn
formælandi latnesks leturs í stað gotnesks (sjá 3.4.1).
3.4.1 Gotneskt og latneskt letur
Það má líta á það sem hluta af hugmyndum Rasks um stafsetningu að
hann skyldi mæla eindregið með latnesku prentletri á kostnað gotnesks
sem hafði verið ríkjandi frá upphafi prentunar hér á landi. Mjög snemma
fór hann að berjast fyrir þessu, bæði hér og í Danmörku, og til að mynda
er varðveitt óútgefið handrit eftir hann frá 1806 þar sem hann mælir með
Jóhannes B. Sigtryggsson76