Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 3
VIÐFORLI
TÍMARIT UM GUÐFRÆÐI OG IvIRKJUMÁL
RITSTJÓRI SIGURBJÖRN EINARSSON
1. árg. - jan.—marz 19^7 - 1. hefti
r------------------------------------------------------------------------^
Víðförli
óskar öllum, sem á vegi hans verða, friðar og heilla.
Fvrir tíu öldum langdrægt bar það til, að íslenzkur víkingur tók
,,trú rétta", gekk Kristi konungi á hönd. Þorvaldur hét hann, kallaður
hinn víðförli. Hann tókst á hendur ,,að prédika Guðs erindi" fyrir
þjóð sinni svo sem segir í scgu hcns.
Þetta góða erindi vill Víðförli sá, sem hér er á veg kominn, styðja
og flytja. Hann vill rækja minningu þeirra, sem dýpst hafa höndlazt
af því og af mestri hollustu farið með ,,dóm inn dýra" í landi Þor-
valdar frá Giljá.
Þorvaldur kvaddi forðum með sér saxneskan biskup góðan og
reyndist hann betrungur Islendingsins. Öldum síðar var sá maður
uppi í landi Friðreks biskups, Marteinn Lúther, er að voru áliti hefur
betur flutt Guðs erindi en aðrir, síðan á dögum frumkristni. Islenzk
kristni kennir sig við hann, játar með því, að hans skilningi vilji hún
einkum hlíta um það, hvað sé trú rétt.
Víðförli vill því leggja áherzlu á að kynna tímabær lúthersk sjónar-
mið. Hann mun gera sér far um að skýra frá umræðum og viðhorfum
guðfræðivísinda samtímans, kynna merk ritverk erlendra guðfræðinga
og geta þess, sem tíðindum sætir í kirkju- og trúarlífi annarra þjóða.
Hann mun og taka til umræðu trúarleg og kirkjuleg dagskrármál
innlend.
Víðförli verður ekki tíður gestur að sinni, væntanlegur tvisvar á
missiri hverju. En hann vonar að hafa nokkuð gott meðferðis hverju
sinni. Góðir menn, innlendir og erlendir, hafa heitið honum fulltingi
til þess.
Víðförli vonar að geta hjálpað einhverjum til þess að hugsa sér til
gagnsmuna um hin brýnustu málefni. Þakklátur mun hann verða fyrir
allar röksamlegar umræður um málflutning sinn og þiggja rökstudda
gagnrýni með þökkum.
Veri GuS í verki hans. RITSTIÓRINN