Víðförli - 01.03.1947, Side 4

Víðförli - 01.03.1947, Side 4
Sigurbjörn Eincrrsson: Horft út í heim Áð stríðslokum. Ummerki nýliðinnar styrjaldar hverfa seint. Líklegt er, að hún skipti kapítulum í sögu mannkynsins, þótt enn sé hulið, hvað á eftir fer. H vernig er kirkjan í heiminum leikin eftir fárviðrið? Enn er upirótið !ítt farið að setjast og því erfitt að fá glögga yfir- sýn. Samtímamönnum er líka löngum torvelt að sjá, hvernig örlagaatburðir leggja þræðina. Þegar rætt er um áhrif styrj- aldarinnar á hagi og aðstöðu kirkjunnar, verða yfirborðsatriðin að svo komnu í fyrirrúmi. Hitt, sem dýpra ristir og framtíðinni verður máske starsýnna á, er enn í þoku eða myrkri. Eðli þessarar styrjaldar var sérstætt að því leyti, að hún var að. öðrum þræði barátta andstæðra lífsskoðana. Það var að venju barizt um yfirráð og ítök efnisgæða. En jafnframt sner- ust átökin um andleg verðmæti. Kirkjan þurfti ekki að vera í vafa um, hvar hennar staða var í þeirri baráttu. Og hún var það yfirleitt ekki heldur. Hún vissi víðast hvar, að sigur nazis- mans hlaut að verða hraparlegur ósignr hennar. Forysta hennar í andstöðuhreyfingu hernumdu landanna margra var ekki til- viljun og ekki runnin af þjóðernisrótum fyrst og fremst. Þegar Berggrav Oslóar-biskup var að velta fyrir sér, hvernig snúast skyldi við óvæntri vá þýzku innrásarinnar, þurfti hann ekki að byrja á að rannsaka gerð og eðli óvinarins, nazismans. Það þekkti hann af viðskiptum hans við þýzku kirkjuna. „Eitt var ljóst“, segir Berggrav, „það var djöfullinn, sem hér var á ferð- inni“. Þetta gæti verið mælt fyrir munn allra óvélaðra kirkju- manna í öllum löndum. Barátta þýzku kirkjunnar árin fyrir stríð og' píslarvætti hennar var forsaga heimsstríðsins, að því ieyti sein það var trúarbragðastyrjöld. Sú forsaga mun verða

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.