Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 6

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 6
4 VÍÐFÖRLI Nokkru hvikulli var rómv. kirkjan í Frakklandi. Og á Spáni hefui' stefna hennar og atferli verið injög svo fjarri þessu. Rómakirkjan lýtur öll einu og sama yfirvaldi, páfanum, og hef- ur orð fyrir trausta skipulagningu og markvísa stefnu. En ekki hefur hún verið einhuga eða einlit í afstöðu sinni til fascismans. Hún hefur unað atlotum Erancós á sama tíma sem hún barðizt til blóðs við fyrirmynd hans og höfuðpaura í Þýzkalandi. Og á Ítalíu var hún löngum á báðum áttum. Ymsir háttsettir menn hennar þar gengu í fóstbræðralag við Mussolíni og stjórnarstefnu hans, svo illur lögunautur sem hann var og að mörgu óþarfur kirkjunni. En Vatikanið, páfi og ráðuneyti hans, verður hinsvegar ekki sakað um þetta. Páfastóllinn sjálf- ur varð aldrei handgenginn ítalska fascismanum, gætti eftir megni hlutleysis gagnvart honum, en lengstum var það fremur kuldalegt. Pólitísk aðstaða rómv. kirkjunnar hefur versnað við stríðið. Höfuðvígi hennar, Italía og Spánn, standa nú öðruvísi i tafli alþjóðamála en fyrir 1939, og í báðum þeim löndum bíða henn- ar flókin og illkynjuð vandamál. ítök hennar hjá stórþjóðunum þrem, sem mestu ráða í heimsmálum um sinn, eru ekki inikil. Sterkust er hún að tiltölu í Bandaríkjunum. Mjög er grunnt á því góða milli hennar og Rússa. Hún nýtur ekki heldui' trausts eða samúðar grísk-kaþólsku (Austur-) kirkjunnar, — — kirkju Rússlands m. a. — Telur hún, að Róm hafi freklega notfært sér veikleika hennar undanfarin ár, reynt að koma ár sinni fyrir borð í fornum löndum grískrar kristni. En á hinn bóginn hefur rómv. kirkjan mjög aukið vinsældir sínar og virðingu í Þýzkalandi og hernumdu löndunum, svo sem kosningar næstliðins árs bera með sér. Austurkirkjan. Sá hluti kristninnar, sem nefnist orþodoxa kirkjan (grísk-kaþólska eða Austurkirkjan), hefur þolað mikl- ar hörmungar af völdum styrjaldarinnar, einkum í Rússlandi og Júgóslavíu. Þar á ofan hafði rússn. kirkjan sætt þungum örlögum fyrir stríð. Byltingin í lok fvrri heimsstyrjaldar leiddi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.