Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 10

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 10
8 VÍÐFÖRLI skyildi leyft sér í meðferð heimilda, Biblíunnar og annarra. Þess- um lánlausu Þjóðverjum til afsökunar má segja, að löngum lá minna við, þegar slíkt óráð var upp tekið, en grið þvílíks ber- serks sem nazisminn var. Meiri furða er hitt, að heyrzt hafi raddir um það, að nazism- inn sé beinlínis Lúther að kenna. Dean Inge, kunnur, enskur prestur, gerðist til þess á gamalsaldri að flytja heiminum þau tíðindi, að af Lúther stafi allt hið illa í þróun álfunnar. Óheilla- arfur frá Lúther hafi fyrst hlúð að öngum nazismans, þegar hann var að skjóta rótum, og síðan orðið honum lyftistöng. í svipað- an streng hefur sá mæti maður, Ragaz hinn svissneski, tekið. Hann heldur því fram, að uppgjöf fyrir ríkisvaldi, hversu illt sem það er, sé lútherskri kirkju í eðli borin. Þessir dómar styðj- ast við fjarstæðar útleggingar ,,þýzk-kristinnar“ tegundar á kenningu Lúthers um afstöðuna til „yfirvaldsins“ og um „vald- sviðin“ tvö (regimentin). Það er meira mál að gera nánari grein fyrir þessu en svo, að tök séu á því hér. En hinsvegar er þetta svo brýnt dagskrármál í samtíðinni, að Víðförli mun áður en langt líður gera því einhver skil. Sem betur fer er engin raun á það fengin, hvort aðrir hefðu betur gert í sporum lútherskra manna Þýzkalands. Allvíðtæk straumhvörf höfðu orðið í guðfræðinni þar í landi áður en ógæf- an skall á. Enginn er kunnugur málum, sem ekki veit, að það hafði hina mestu þýðingu fyrir þrótt og öryggi andstöðunnar. Játningarkirkjan valdi sér ekki nafn út í bláinn. Martin Nie- möller, Wurm biskup og aðrir slíkir fyrirliðar hafa ekki staðið einir. Á bak við þá stóð biblíutrúr og játningavís söfnuður, raunsær í óbrotinni, óforloginni vitund sinni um kjarnaatriði kristinnar trúar. Sá klettur stóð í brimrótinu. Hann á djúpar, sterkar rætur. Þessum mönnum er það að þakka, að þýzk kristni hcfur, þrátt fyrir liðhlaup, flugumennsku og bleyðiskap of margra, skráð ofmáanlegan kapítula í hetjusögu kristninnar á jörð. Og við þessa menn eru vonirnar bundnar, þegar til þess kemur að græða flögin og benjarnar eftir orrahríðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.