Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 10
8
VÍÐFÖRLI
skyildi leyft sér í meðferð heimilda, Biblíunnar og annarra. Þess-
um lánlausu Þjóðverjum til afsökunar má segja, að löngum lá
minna við, þegar slíkt óráð var upp tekið, en grið þvílíks ber-
serks sem nazisminn var.
Meiri furða er hitt, að heyrzt hafi raddir um það, að nazism-
inn sé beinlínis Lúther að kenna. Dean Inge, kunnur, enskur
prestur, gerðist til þess á gamalsaldri að flytja heiminum þau
tíðindi, að af Lúther stafi allt hið illa í þróun álfunnar. Óheilla-
arfur frá Lúther hafi fyrst hlúð að öngum nazismans, þegar hann
var að skjóta rótum, og síðan orðið honum lyftistöng. í svipað-
an streng hefur sá mæti maður, Ragaz hinn svissneski, tekið.
Hann heldur því fram, að uppgjöf fyrir ríkisvaldi, hversu illt
sem það er, sé lútherskri kirkju í eðli borin. Þessir dómar styðj-
ast við fjarstæðar útleggingar ,,þýzk-kristinnar“ tegundar á
kenningu Lúthers um afstöðuna til „yfirvaldsins“ og um „vald-
sviðin“ tvö (regimentin). Það er meira mál að gera nánari
grein fyrir þessu en svo, að tök séu á því hér. En hinsvegar
er þetta svo brýnt dagskrármál í samtíðinni, að Víðförli mun
áður en langt líður gera því einhver skil.
Sem betur fer er engin raun á það fengin, hvort aðrir hefðu
betur gert í sporum lútherskra manna Þýzkalands. Allvíðtæk
straumhvörf höfðu orðið í guðfræðinni þar í landi áður en ógæf-
an skall á. Enginn er kunnugur málum, sem ekki veit, að það
hafði hina mestu þýðingu fyrir þrótt og öryggi andstöðunnar.
Játningarkirkjan valdi sér ekki nafn út í bláinn. Martin Nie-
möller, Wurm biskup og aðrir slíkir fyrirliðar hafa ekki staðið
einir. Á bak við þá stóð biblíutrúr og játningavís söfnuður,
raunsær í óbrotinni, óforloginni vitund sinni um kjarnaatriði
kristinnar trúar. Sá klettur stóð í brimrótinu. Hann á djúpar,
sterkar rætur. Þessum mönnum er það að þakka, að þýzk kristni
hcfur, þrátt fyrir liðhlaup, flugumennsku og bleyðiskap of
margra, skráð ofmáanlegan kapítula í hetjusögu kristninnar á
jörð. Og við þessa menn eru vonirnar bundnar, þegar til þess
kemur að græða flögin og benjarnar eftir orrahríðina.