Víðförli - 01.03.1947, Page 13
TRU OG VERK
11
hvað sá eigi að forðast og hvað að ástunda. sem óttast og elskar
Guð, þ. e. trúir.
Þessi einfalda, innblásna túlkun fyrir börn á lögmáli Guðs,
þar sem kærleiksboðorð Krists er ævinlega í baksýn, er næg til
úrskurðar um það, hvort breytnin verður út undan hjá Lúther.
Söm verður niðurstaðan af lestri annarra rita hans. Úr prédikun-
um hans t. d. mætti tína til útlistanir og ummæli eins lengi og
vera vill, sem sýna, að hann prédikar skyldur kristins manns
svo sem fáir hafa framar gert, prédikar jöfnum höndurn trú
og breytni, hvort tveggja er eitt og hið sama frá sjónarmiði hans
og verður ekki aðskilið. Enda hefði hann verið lakari lærisveinn
Páls postula en hann var, ef þessu væri á hinn veginn farið.
H ér skulu tekin fáein dæmi úr prédikunum Lúthers, valin
af handahófi, til vísbendingar um það, hvernig hann lítur á
samband trúar og verka.
„í guðspjöllunum er tvennt, sem oss ber að ilniga og muna:
í fyrsta lagi verk Krists, sem oss eru gefin að gjöf og til eignar. í
öðru lagi þessi sömu verk, sem oss eru gefin til fordæmis og
fyrirmyndar, sem vér eigum að fylgja og líkja eftir“.
„Sáluhjálp þín sprettur ekki af því, að þú trúir, að Ki'istur
sé Kristur fyrir þá, sem guðræknir eru, heldur að þú trúir. að
hann sé Ivristur fyrir þig og að hann sé þinn. Þá fylgir kær-
leikurinn og góðverkin á eftir án þvingunar. En fylgi þetta ekki
eftir, þá er vissulega ekki um neina trú að ræða“.
„Vér tökurn á móti Kristi ekki aðeins sem gjöf í trúnni, held-
ur Iíka sem fordæmi í kærleikanum til náungans, sem vér eig-
um að gera gott, eins og Kristur gerir oss gott. Trúin færir þér
og gefur Krist og öll hans gæði til eignar, kærleikurinn gefur þig
náunganum með öllum gæðum þínum. Þetta tvennt felur í sér
allt, sem kristilegu lífi heyrir“. (1. sd. í aðv.)
„Vér eigum að prísa trúna og iðka kærleikann og draga þessa
tvo lærdóma af guðspjallinu: að trúa og að elska. Trúin tekur
á móti góðverkum Krists, kærleikurinn gerir góðverk á ná-
unganum. Ilið kristilega líf er fólgið í trú á Guð og velgerðum
og kærleika við nauðlíðandi náunga“.