Víðförli - 01.03.1947, Side 14
12
VIÐFORLI
Með nokkurri undrun og sársauka bætir Lúther hér við:
„Jafnvel þeir, sem gjarnan hlýða á og skilja þessa kenningu
um hina hreinu trú, hefjast samt ekki handa um að þjóna
náunganum, rétt eins og þeir ætluðu sér að verða hólpnir af
trúnni án verka“ (3. sd. í aðv.).
„Kristnum manni er eitt nauðsynlegt og aðeins eitt: trúin
og kærleikurinn. Þannig er þessi pistill í stuttu máli fræðsla
um kristilegt líferni fyrir Guði og mönnum, það er: vér eig'um
að láta Guð vera allt fyrir oss, og sjálfir eigum vér að vera allt
fyrir alla menn, svo að vér séum við mennina eins og Guð
er við oss, þiggjum af Guði og gefum mönnunum. Það er
summa summarum: trú og kærleikur“ (4. sd. í aðv.).
Lúther víkur að þessu sama hvað eftir annað: Trúin er fólg-
in í því að þiggja að ofan, þiggja af Kristi, þiggja allt, eins og
hann er fús að gefa allt, og gefa síðan jafn örlátlega af ávöxtum
hans.
Á jóladag prédibar Lúther um það tvennt, sem kristinn maður
skuli æfa sig í. Annað er afstaðan til Krists, að hann veiti hon-
um viðtöku réttilega og geri hann í trúnni að sinni eign. Hitt
er afstaðan til náungans, að hann veiti honum hlutdeild í því,
sem hann á, eins og Kristur hefur gefið sitt. „Hvað viltu vita
meir, hvort þarftu meira, þegar þú þekkir Krist á þennan hátt,
svo að þú fyrir hann framgangir fyrir Guði í trúnni og fyrir ná-
unganum í kærleika og komir fram við náungann eins og Krist-
ur hefur komið fram við þig“.
I annari jólaræðu: „Látum oss þiggja velgerðir Guðs og vera
velgerðasamir við náungann, gjörvöll Ritningin heldur þessu
tvennu fram og hvorugt getur án annars verið. 011 kristileg
kenning, verk og Iíf, er stuttlega innifalið í þessu tvennu, trúnni
og kærleikanum, því að þetta tvennt gerir mann að tengilið milli
Guðs og manna, maður þiggur að ofan og útdeilir aftur og verð-
fur eins og ker eða leiðsla, sem leiðir án afláts strauma hinna
guðdómlegu gjafa yfir aðra menn. Þeir mega með réttu kallast
Guði líkir, sem af Guði meðtaka allt, sem þeim veitist í Kristi,
og koma fram við aðra sem Guðs líkar“. Lúther vitnar í þessu