Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 14

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 14
12 VIÐFORLI Með nokkurri undrun og sársauka bætir Lúther hér við: „Jafnvel þeir, sem gjarnan hlýða á og skilja þessa kenningu um hina hreinu trú, hefjast samt ekki handa um að þjóna náunganum, rétt eins og þeir ætluðu sér að verða hólpnir af trúnni án verka“ (3. sd. í aðv.). „Kristnum manni er eitt nauðsynlegt og aðeins eitt: trúin og kærleikurinn. Þannig er þessi pistill í stuttu máli fræðsla um kristilegt líferni fyrir Guði og mönnum, það er: vér eig'um að láta Guð vera allt fyrir oss, og sjálfir eigum vér að vera allt fyrir alla menn, svo að vér séum við mennina eins og Guð er við oss, þiggjum af Guði og gefum mönnunum. Það er summa summarum: trú og kærleikur“ (4. sd. í aðv.). Lúther víkur að þessu sama hvað eftir annað: Trúin er fólg- in í því að þiggja að ofan, þiggja af Kristi, þiggja allt, eins og hann er fús að gefa allt, og gefa síðan jafn örlátlega af ávöxtum hans. Á jóladag prédibar Lúther um það tvennt, sem kristinn maður skuli æfa sig í. Annað er afstaðan til Krists, að hann veiti hon- um viðtöku réttilega og geri hann í trúnni að sinni eign. Hitt er afstaðan til náungans, að hann veiti honum hlutdeild í því, sem hann á, eins og Kristur hefur gefið sitt. „Hvað viltu vita meir, hvort þarftu meira, þegar þú þekkir Krist á þennan hátt, svo að þú fyrir hann framgangir fyrir Guði í trúnni og fyrir ná- unganum í kærleika og komir fram við náungann eins og Krist- ur hefur komið fram við þig“. I annari jólaræðu: „Látum oss þiggja velgerðir Guðs og vera velgerðasamir við náungann, gjörvöll Ritningin heldur þessu tvennu fram og hvorugt getur án annars verið. 011 kristileg kenning, verk og Iíf, er stuttlega innifalið í þessu tvennu, trúnni og kærleikanum, því að þetta tvennt gerir mann að tengilið milli Guðs og manna, maður þiggur að ofan og útdeilir aftur og verð- fur eins og ker eða leiðsla, sem leiðir án afláts strauma hinna guðdómlegu gjafa yfir aðra menn. Þeir mega með réttu kallast Guði líkir, sem af Guði meðtaka allt, sem þeim veitist í Kristi, og koma fram við aðra sem Guðs líkar“. Lúther vitnar í þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.