Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 15

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 15
TRU OG VEJRK 13 sambandi í Sálm. 82, 6: Ég hef sagt: Þér eruð guðir og allir saman synir hins hæsta, og túlkar þau orð á þessa leið: „Guðs börn eruin vér fyrir trúna, sem gerir oss að erfingjum allra guð- lcgra gæða, en guðir erum vér fyrir kærleikann, sem gerir oss velgerðasama við náungann“. 2. Það er þá ekkert til í því, að Lúther hafi verið á móti góðverk- um? Nei, ekki vitund. Hitt er annað mál, að hann barðist ein- dregið og hlífðarlaust gegn skilningi rómversku kirkjunnar á eðli og gildi góðverka. Um hvað snerist sú barátta? Ekki um það, að annarsvegar væri því haldið fram, að góð breytni væri mildlvæg og að trúin væri „dauð án verkanna", hinsvegar, að breytnin skipti engu, trúin væri allt, hvað sem verkunum liði. Þetta hvorki var né er evangelísk-lútherskur skilningur eða kenning. í átökum Lúthers við Róma-kirkju laust saman tvenns konar gjörólíkum grundvallarskilningi á því, hvað góðverk eru og hverju þau fá áorkað. Páfakirkja miðalda var ekki ein um þann skilning, sem tendraði vandlæti Lúthers. Hans gætir enn á vorum dögum víða. Lúther sagði: Það er ekki hægt að ávinna eilífa sáluhjálp með góðverkum. Vegna hvers? Vegna þess, að verkið, sem þú vinnur, þarf ekki að segja neitt um raunverulega afstöðu þína eða ástand þitt. Dauður hlutur getur komið góðu til leiðar. Ulur maður slysast oft á að vinna gott verk. Það er hægt að vinna yfirbótarverk með iðrunarlausu, eigingjörnu og hrokafullu hjarta. Slíkt hjarta kemst aldrei í himininn, hvað sem höndin hefur gert. Kenning rómversku kirkjunnar um góðverkin byggð- ist á þeirri hraparlegu villu, að hægt sé að verzla við Guð, kaupa fyrirgefningu hans, kaupa sig undan refsingu hans. Slíkt er að smána þann Guð, sem lét Ivrist fyrir oss deyja, meðan vér enn vorum í syndum vorum. Vér höfum aldrei til þess unnið, að hann elskar oss, vér getum aldrei til þess unnið. Sá, sem slíku heldur fram, þekkir ekki þann Guð, sem birtist í Kristi Jesú. Vér rétt- lætumst án verðskuldunar, af náð, fyrir trú. þiggjum blátt áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.