Víðförli - 01.03.1947, Side 17
TRU 00 VERIv
15
Svo fast er að orði kveðið — af manninum, sem var „á móti
góðverkum“. Trúin er ónýt án verkanna, „dauð í sjálfri sér,
vanti hana verkin“, eins og postulinn sagði forðum. En hitt
var ekki síður sannfæring Lúthers, að verkin væru ónýt og’
dauð án trúar. Dauð verk eru engu betri eða hjálpsamlegri en
dauð játning. Hvað ber til?
Hér er kjarnaatriði í trúarskilningi Lúthers.
Frumsynd mannsins, sú, sem öll synd sprettur af, er sjálfs-
elskan, eiginhyggjan, sérg’irnin. Allt hverfist um sjálfan hann,
í stað þess að Guð, skapari hans og líf, ætti að vera mið og
möndull hjarta hans og hugar. Þetta mótar líka hina „náttúr-
legu" siðgæðisafstöðu mannsins. Og þetta mótar, að skoðun
Lúthers, siðfræði páfakirkjunnar. Trúarlífið, guðræknin, breytn-
in, — þetta er ekkert annað en dulbúin sjálfselska og eigingirni.
Menn leita ekki Guðs, hlýða ekki eða þjóna Guði hans vegna,
heldur sjálfs sín vegna. Menn gera e'kki það, sem gott er, vegna
þess að það er gott, heldur vegna þess, að það hefur gott í för
með sér. Menn snúa sér ekki frá villu eða illsku fyrir sakir
sannleikans eða hins góða, heldur vegna þess, að þeir hyggjast að
græða á því, ávinna sér himneskar hagsbætur. „Jafnvel í himn-
inum leita þeir síns eigin og eigin ávinnings“, segir Lúther. Þeg-
ar maður breytir vel í ábata skyni, til þess að komast hjá
hegningu eða vinna til launa, þá er breytnin aðeins sýningur,
eigingjarn útreikningur. Jesús líkti slíkum mönnum við kalkaðar
grafir, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar af
dauðra manna beinum og hvers konar óhreinindum (Mtt. 23,
27).
Trúin er ný afstaða til Guðs. llétt grundvallarafstaða. Augun
opnast. Mið lífsins verður Guð, hann yfirskyggir eiginhyggjuna,
vitund og vilji hætta hinu sjúka hrmgsóli um dauðan punkt
sjálfsins. Þá fyrst hattar fyrir innri skilyrðum þeirrar breytni,
sem geti talizt góð í raun og veru. Þeir, sem lifa að lögum þeirra
skilyrða, „þjóna Guði“, segir Lúther, „aðeins vegna hans og
ekki vegna himinsins eða neinna stundlegra gæða. Enda þótt
þeir vissu, að enginn himinn væri til og ekkert helvíti og engin