Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 21

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 21
SKÁLHOLT 19 Rödd úr Skálholtssókn: Heilcg jörð „Drag skó þína af fótum þér, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð“. Flestar ])jóðir munu eiga einn eða fleiri staði, sem í þeirra aug- um eru öðrum stöðum helgari. Ýmsar orsakir geta verið til þess, að helgi legst á stað, svo sem sérkennilegir eða fagrir stað- hættir. En mestu orka þó minningar sögunnar, ef helgar eru og dýrmætar. Hér á landi eru nokkrir staðir með slíka sérstöðu, sumir eign vissra landshluta, aðrir alþjóðareign. Allir kannast við söguna um Helgafell. Þangað mátti enginn óþveginn iíta, því síður nokkuð saurugt fremja. Á nokkra fleiri staði lögðu forfeður vorir „mikla helgi“, að því er sögur herma. Einn liinn mesti helgistaður, sem íslenzka þjóðin á, er hið forna biskupssetur, Skálholt. Það var um alda skeið höfuðstaður kirkju og kristni og raunar alls andlegs lífs í landinu. Allt frá því að Isleifur Gissurarson sezt þar að stóli árið 1056 og fram að lokum 18. aldar er þar höfuðkirkja landsins og aðalstöðvar mennta og menningar fyrir meginhluta landsbúa. Gissur ísleifs- son gaf Skálholtsstað, föðurleifð sína, Guðs kirkju á íslandi, til þess að þar skyldi vera biskupsstóll alla tíð, meðan kristni héldist í landi hér. Margir ágætir rnenn sátu þann stað eftir hann með rausn og prýði svo sem alkunnugt er, skörulegir biskupar, lærðir skóla- meistarar o. s. frv. og margra manna leiðir, þeirra er framast vildu og farsæla þjóð sína, lágu í Skálholti. Ekki man ég fvrr eft- ir mér en að mér fannst helgiljómi, bjartur og fagur, skína frá Skálholti, þótt mjög langt væri frá, að ég sæi þangað heim. Mun Jónsbók hafa átt sinn þátt í því, sem mikið var lesin og mjög í heiðri höfð á bernskuheimili mínu. Ég vissi snemma, að höfundur hennar var mikill maður og átti heima í Skálholti. Þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.