Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 23

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 23
SKALHOLT 21 í Skálholti er óhæf til notkunar. Veit ég ekki, hvað hlífir, að hún skuli ekki vera fokin og' þeir fáu gripir, sem enn eru óteknir frá henni, þar með eyðilagðir. Land staðarins er nytjað, þar er búið stóru myndarbúi og landsetinn á enga sök á ófremd staðar- ins. En hinsvegar hlýtur hver framkvæmd hans heima þar að stofna einhverjum menjum í hættu. Ennþá sést Staupasteinn, Biskupatraðir, Þorláksbúð, Þorlákssæti, Jóns Gerrekssonar kapella, Iragerði og eitthvað fleira. Nokkrir legsteinar eru undir kirkjugólfinu. I kirkjugarðinum ber mest á steinsteypuferlíki einu með fáránlegum áletrunum, sem sett var þar fyrir nokkrum árum í óráði, held ég hljóti að vera, væntanlega í algjöru leyfis- leysi og áreiðanlega í fullkominni óþökk allra, sem hafa heil- brigðar tilfinningar til Skálholts. Leifar Skólavörðunnar fornu eru fyrir ofan tún. Hún hefur verið myndarlega hlaðin úr stór- um steinum, en fyrir nokkrum áratugum var hún rifin nærri til grunna og grjótið úr henni notað í hlöðubyggingu. Svona fer eitt af öðru — niðurrif og níðsla eða ábyrgðarlausar tiltektir, ef ekki eru skorður við reistar. Hvað á að gera? Tillögur hafa komið fram um það, á hvern hátt skuli hressa við Skálholtsstað, og eru fæstar mikillar at- hygli verðar, svo sem hiriar þrálátu bændaskóla-tillögur, þótt það mál hafi nú fengið óverðskuldaðan byr. Má að vísu þakka það, að bændaskóla þessum hefur verið ákveðinn staður í tals- verðri fjarlægð frá sjálfu setrinu — annað hefði verið óbærileg handvömm. En einnar tillögu er vert að geta, þeirrar, sem flutt var á síðasta alþingi um vígslubiskupssetur í Skálholti. Hún sýn- ir þó, að löggjafarnir eru að rumska og að þeir virðast vera að byrja að hugsa málið. Víst er þörf að hugsa vel áður en hafizt er handa, líka þessa tillögu, enda slcal ég láta ósagt að sinni, hvort Skálholti er fullkosta með henni, þótt hugurinn, sem á bak við hana er, stefndi í rétta átt. En mjög langan umhugsunar- frest er ekki hægt að gefa úr þessu. Hlutaðeigandi söfnuður hlýtur að krefjast messuhæfrar kirkju, og allt Skálholtsstifti krefst þess, að þessi helgistaður fái þá meðferð, sem honum ber, að bætt verði úr brotum þeim, sem framin hafa verið, og því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.