Víðförli - 01.03.1947, Side 25

Víðförli - 01.03.1947, Side 25
SKÁLHOLT 23 Við Iðubrú hjá Laugarási verður miðdepill 3 sveita, sem hafa verið sundraðar: Biskupstungna, Hrunamannahrepps og Skeiða. Þar hlýtur því að verða verzlun. í sambandi við þá sölumiðstöð þorps mun þróast allskonar nytjun jarðhitans í grennd. Þaðan eru 8 km. að Stóra-Fljóti og hinum mikla jarð- hita þar í kring, jafnlangt niður að Reykjum á Skeiðum, en heldur lengra í austurátt að Gröf og öllu jarðhitasvæði Ilruna- mannahrepps. Örskotslengd frá Skálholtshverum, en vestan Brúarár, er ó- tæmandi jarðhiti Reykjaness og Rima. Meginhluti Skálholtslands, 6—8 ferkílómetrar, er samfellt tún- efni með hæfilegum halla og víða sérlega frjósamt land, eigi sízt á næstu ferkílómetrum við Þorlákshver. Miklu þurrka- sælla er þar en í Ölfusi eða Laugardal, veðraminna en uppi við fjöllin eða ofan og austan til í Rangárvallasýslu. Jarðræktarskil- yrði eru að öllu góð, eigi sízt vegna fjölbreytni jarðvegsins og þar með viðfangsefnanna. Skógur óx fyrrum í Skálholtsásum. Þegar hann eyddist heima við færðist smiðja biskups upp í Smiðjuhóla, efst í landareign, og loks aleyddist kjarrið fyrir ofnotkun. Þá minnkaði svo vatnið í Kvernalæk eða Mylnulæk, sem rennur gegnum Skálholtstún, að ekki væri nú hægt að láta hann snúa kornmyllu, kvörn, nema í mestu vöxtum. En sjálfsagt eiga skógarlundar eftir að spretta í Ásunum. Gissur biskup gaf jörð sína með húsum, áhöfn og öðrum fé- munum til andlegs höfuðstaðar, svo lengi sem land væri byggt. Erlent konungsvald sveik Gissur biskup og seldi Skálholt fyrir hálfri annarri öld. Jörðin féll í niðurníðslu í meðferð réttlítilla leiguliða, lengst af í tvíbýli til 1927, og ekkert hefur ríkið enn fegrað á staðnum. En Danir játuðust undir að endurgreiða verð seldra jarða, borguðu það, sem um samdi, og með því tók íslenzka ríkið á sig' að greiða skuldina við Gissur. Þrennt hefur verið til nefnt, þegar um endun-eisn Skálholts er rætt: Menntaskóli, svo sem Skálholtsskóli var, biskups- og

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.