Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 25

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 25
SKÁLHOLT 23 Við Iðubrú hjá Laugarási verður miðdepill 3 sveita, sem hafa verið sundraðar: Biskupstungna, Hrunamannahrepps og Skeiða. Þar hlýtur því að verða verzlun. í sambandi við þá sölumiðstöð þorps mun þróast allskonar nytjun jarðhitans í grennd. Þaðan eru 8 km. að Stóra-Fljóti og hinum mikla jarð- hita þar í kring, jafnlangt niður að Reykjum á Skeiðum, en heldur lengra í austurátt að Gröf og öllu jarðhitasvæði Ilruna- mannahrepps. Örskotslengd frá Skálholtshverum, en vestan Brúarár, er ó- tæmandi jarðhiti Reykjaness og Rima. Meginhluti Skálholtslands, 6—8 ferkílómetrar, er samfellt tún- efni með hæfilegum halla og víða sérlega frjósamt land, eigi sízt á næstu ferkílómetrum við Þorlákshver. Miklu þurrka- sælla er þar en í Ölfusi eða Laugardal, veðraminna en uppi við fjöllin eða ofan og austan til í Rangárvallasýslu. Jarðræktarskil- yrði eru að öllu góð, eigi sízt vegna fjölbreytni jarðvegsins og þar með viðfangsefnanna. Skógur óx fyrrum í Skálholtsásum. Þegar hann eyddist heima við færðist smiðja biskups upp í Smiðjuhóla, efst í landareign, og loks aleyddist kjarrið fyrir ofnotkun. Þá minnkaði svo vatnið í Kvernalæk eða Mylnulæk, sem rennur gegnum Skálholtstún, að ekki væri nú hægt að láta hann snúa kornmyllu, kvörn, nema í mestu vöxtum. En sjálfsagt eiga skógarlundar eftir að spretta í Ásunum. Gissur biskup gaf jörð sína með húsum, áhöfn og öðrum fé- munum til andlegs höfuðstaðar, svo lengi sem land væri byggt. Erlent konungsvald sveik Gissur biskup og seldi Skálholt fyrir hálfri annarri öld. Jörðin féll í niðurníðslu í meðferð réttlítilla leiguliða, lengst af í tvíbýli til 1927, og ekkert hefur ríkið enn fegrað á staðnum. En Danir játuðust undir að endurgreiða verð seldra jarða, borguðu það, sem um samdi, og með því tók íslenzka ríkið á sig' að greiða skuldina við Gissur. Þrennt hefur verið til nefnt, þegar um endun-eisn Skálholts er rætt: Menntaskóli, svo sem Skálholtsskóli var, biskups- og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.