Víðförli - 01.03.1947, Side 26

Víðförli - 01.03.1947, Side 26
24 VÍÐFÖRLI klerkasetur, svo sem stóllinn áður var, og í þriðja lagi bænda- skóli. Eg sé ekki betur en að þetta þrennt eigi sæmilega saman. Eó að biskupsskrifstofa sé nú eiginlega ein af deildum stjórnarráðs- ins og þurfi að vera í Reykjavík, gæti biskup, sem þess kynni að óska, fengið að eiga aðalheimili sitt í Skálholti. En aldrei yrðu biskupar lögskyldaðir til að taka á sig óþægindin, sem þeir hlytu af búsetu þar. Væri þá nær, að hvíldarheimili fyrir fáeina roskna presta risi á bæjarhól staðarins, eigi svo stórt, að það bæri ofurliði smákirkjuna, sem hæst í kirkjugarðinum á að gera. Jarðarnot biskups, eða þessa vísis til klausturs, þyrftu ekki að vera önnur en tiltekinn hektarafjöldi ræktunar- lands og umráð bæjarhóls með helztu fornmenjum Skálholts. Menntaskóli hefði dálítið meiri landþörf, eigi sízt ef gert er ráð fyrir ræktarblettum við íbúðarhús nokkurra kennara, álíka blettum og verða hjá nýbyggjum Laugarássþorps. Ég hygg Skálholtsland yfrið nóg fyrir bændaskólann, þó að heimatún og spildur hjá því væru frá upphafi ætlaðar öðrum en honum. Það hefur verið tillaga manna, sem leggja til að hefja menntaskólahald einhvers staðar austan fjalls, að tengja það við Laugarvatnsskóla. Vafasamt er, að með því sparist nokkurt kennarahald eða verulegur hluti stofnkostnaðar. Miklu betur ættu saman menntaskólanám og ýmsar námsgreinar búnaðar- skóla, svo sem grasafræði og jarðvegsfræði, efnafræði, gerla- fræði, líkams- og húsdýrafræði, stærðfræði, íslenzka. Kennarar bændaskóla þurfa vísindalega þjálfun í öllum þessum greinum, þó nokkru meir en héraðsskólakennarar flestir og engu minna en menntaskólakennarar. Þess vegna gæti orðið hagur að hafa saman þessa tvo hliðstæðu framhaldsskóla. Vegna þess að bændaskólinn verður miklu fámennari en Laugarvatn, en þarf samt mikinn húsakost og úrvalskennara, tryði ég því, að þar yrði á síðan leyst hið viðkvæma menntaskólamál og það á hinn farsælasta hátt og samboðinn Skálholti. Þetta er þó ekki dagskrármál í bili. Allt aðrar ástæður en hinar sögulegu ráða því, að fýsilegt

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.