Víðförli - 01.03.1947, Síða 27

Víðförli - 01.03.1947, Síða 27
SKÁLHOLT 25 þykir að hafa bændaskóla á þessum stað: Jarðhiti, jarðargæði, sem hér hafa sum verið talin, og samgangnamiðdepill héraðs í Laugarási í framtíðinni. Bændaskóla á alls ekki að setja á fornan bæjarhól Skálholts, heldur nær jarðhita, engjum og beztu ræktunarsvæðum jarðarinnar. Það er vitaskuld, að fyrir hönd menntaskóla og klerkdóms muni nú eða síðar verða gerðar kröfur til fornmenja allra, lóðar og landspildna á hinum forna biskupsstað. Þótt margt í því tilkalli sé álitamál í sjálfu sér, mun því ekki verða á bug vísað. A þessu stigi máls er fátt hægt að fortaka um menntastofn- anir, sem kunna að rísa í hvirfing Skálholtslandareignar, í boga- dreginni strjálingsröð frá Þorlákshver að Laugaráshverum og brúnni. Frá sáttum þeirra í milli þarf sem bezt að ganga frá upphafi, svo að þröngt megi sáttir sitja, og er gott, að bænda- skólinn þurfi engan þann blett að afhenda síðar, sem hans stofnfé væri lagt í. Það er sannfæring mín, að þær stofnanir, sem vit þykir að setja í Skálholt, verði aldrei tröllauknar né ósamrýmanlegar. Þær geta orðið mjög margar, er aldir líða. Þær þurfa að styðja hver aðra, en stugga ekki. Sigurbjörn Einarsson: Biskup í Skálholt aítur Sjálfsagt er hverjum Islendingi það Ijóst, að Skálholt er fyrst og fremst kirkjunnar helgistaður. Landið var gefið til kirkjunn- ar nauðsynja, kirkjan gerði Skálholt að höfuðsetri, allar dýr- mætar þjóðminningar um Skálholt eru bundnar við biskups- stólinn og andlega forystu hans. Engin viðreisn staðarins er hugsanleg án þess að þetta sé í fyrirrúmi. Þeir tveir, sem hér hafa talað máli Skálholts, benda á þetta, hvor á sinn hátt. Hitt er satt, að Skálholtsland má endast til víðtækra nytja með nútíma tækni. Þjóðnýt og tímabær nytjun landsins þarf ekki að spjalla staðinn. Þvert á móti, ef lánsamlega er að stað-

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.