Víðförli - 01.03.1947, Page 31

Víðförli - 01.03.1947, Page 31
NORSKA KIRKJAN HERNÁMSÁRIN 29 heiðni. Þetta vissu kristnir menn um öll lönd og þá í Noregi líka. En í upphafi vissu menn ógjörla, hversu við skvldi bregðá. En frá öndverðu vissu enir kristnu, að þeim bar að vera trú- um því, sem í upphafi var enn eini styrkur safnaðarins: Kenn- ingu postulanna (þ. e. Heilagri Ritningu), samfélaginu, brotn- ingu brauðsins og bæninni. Eg ætla, að knéfallanda fólk hafi aldrei verið fleira í Noregi en á hernámsárunum. Aður en lengra er farið, þurfum vér að átta oss gjör á, hversu kristni var farið um Noreg um þessar mundir. A ofanverðri 18. öld og öndverðri þeirri 19. var líkt háttað þar og hér á landi. Kirkjulegt líf og kristni var þá í fjötrum rationalismans, þessum kalda og lífvana hjúp stirðnanda iífs. En þá kom H. N. Hauge, fylltur anda og krafti, boðandi iðrun og fyrirgefningu synda, nýtt líf og frelsi fyrir Jesúm Krist. Boðan þessi fór um gjörvallan Noreg frá Norðurhorni til Líðandisness. Hötuð var hún, þessi hreyfing, og fyrirlitin. En samt reyndist hún lífgandi, græðandi og frelsandi. Upp úr þessari miklu vakningu spratt með Norðmönnum marg't það, sem styrkast og bezt er í fari þeirra nú. Kristniboðs- félögin risu upp með afli og nýjum anda. Og var svo komið, að fyrdr styrjöldina fórnaði ekkert land jafnmiklu fé og starfi til útbreiðslu ríkis Jesú Krists og Noregur. Heimatrúboðið óx Iíka og boðaði Drottin með mikilli djörf- ung. Átti það víða samkomuhús og skóla. æðri sem lægri, og var mikill þáttur í þjóðlífi Norðmanna. Þjóðkirkjan tók og miklum stakkaskiptum og gjörðist miklu trúrri hlutverki sínu en áður var hún og ónæmari miklu fyrir ókristnum áhrifum en kirkjur margra annarra landa. Þegar nýguðfræðin •— svo nefnd — hóf innrás frá Þýzka- landi um síðastliðin aldamót, veitti kirkja Noregs fastast við- nám. Þegar þessi nýja trú hafði tekið sess í bekkjum Háskól- ans, undu kristnir söfnuðir því eigi, að prestaefni hlytu mennt- un í þeim sölum. Þeir stofnuðu því Safnaðarprestaskólann

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.