Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 33

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 33
NORSKA KIRKJAN HERNÁMSÁRIN 31 boðsins og kristniboðsfélaganna eigi um geð, þá er hann stóð augliti til auglitis við en miklu vandamál innrásarinnar. Prófessor dr. phil. Ole Hallesby var formaður heimatrúboðs- ins, maður skeleggur, brennandi í andanum, lærður, reyndur í frjálsu starfi, elskaður af öllum kristnum lýð, en ótti heimslynd- um mönnum og vantrúuðum. Sá þriðji, er nefna ber, er Ludvig Hope, formaður Kínatrú- boðsfélagsins. Olíkur er hann hinum tveim, en líka brennandi og lifandi í trú, frábær prédikari, eljumaður, fremur fráhverfur formum kirkjunnar og sérstöku prestsdæmi, elskandi kristinn lýð, en tortrygginn á annað en lifandi játningu orða og verka. Allir þessir þrír voru mikilmenni, styrkir og öruggir í sann- færingu og, þá er hér var konrið, einhuga í grundvallarsann- indum kristinnar trúar. Mun það sjást skýrar síðar. Þótt ég nefni þessa þrjá aðeins, ber að muna, að mikill fjöldi annarra kom mjög við sögu. Og auk þeirra ber að muna ena kristnu alþýðu, sem aldrei brást. Þá er þýzki herinn steig á norska grund, kom það þjóðinni mjög á óvart. Um stund stóð hún höggdofa og vissi ógjörla, hversu við skyldi bregða. Konungur, þjóðþing og ríkisstjórn flýðu land. A þann hátt var borgið því, er bjargað varð. En eftir stóð forystulaus þjóð, svikin á vald óvinum, er vildu móta hana, andlega og tímanlega, eftir eigin geðþótta. Kristnir menn þekktu skipti nazistanna við Játningarkirkj- una þýzku og vissu því, hvers vænta var. Fyrstir allra áttuðú þeir sig og vissu, hversu fylkja skyldi. Enn voru þeir þó dreifð- ir og tengslin veik með kristnum lýð. Fyrstur kenndi Berggrav ens þýzka valds. Því hóf hann leit að stuðningi ens frjálsa, kristna starfs. I byrjun stríðsins, eða í september 1939, sendu þeir Berg- grav og Hallesby sameiginlegt ávarp til þjóðar sinnar. Það var viðvörun og hvatning í senn. Niðurlag þess er svona: „Biðjið án afláts um frið í réttlætandi og friðþægjandi anda Krists, svo að dómur sá, er nú gengur yfir þennan heim, megi verða hlið þjáninganna til frelsis og nýs lífs“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.