Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 35

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 35
NORSKA KIRKJAN HERNÁMSÁRIN 33 Stóðu þeir áður eigi framarla meðal norskra presta. En hinir ■sáu, að nú stefndi til meiri tíðinda og' nú gæfust engin vopn nerna Guðs orð og játningar kirkjunnar. Og þeim beitti hún ávallt öll hernámsárin gegn þessari römmustu heiðni allra tíma. Berggrav sá, að eigi fengi kirkjan staðizt, nema hún stæði heil og óskipt að leik. Fyrir því leitaði hann samstarfs við þá. er fyrr voru nefndir: próf. Hallesby og L. Hope. Og þegar var hönd þeirra framrétt. Er athyglisvert mjög að kynnast, hversu þeim fórst, öllum þrem, þessum ólíku mönnum. Get ég því eigi varizt að greina gjör frá fyrsta fundi þeirra Berggravs og próf. Ilallesbys. Berggrav sótti Hallesby heim og tjáði honum erindi. „Einskis óska ég framar“, svaraði Hallesby, „en að eiga samstarf við yður. Ég harma, að svo skuli ekki vera. En þér vitið gjörla, hversu ég lít á og fæ ekki vikið frá. Ég vinn aldrei að því, sem nýguðfræði kemur nærri“. „Hvað kallið þér nýguðfræðing?“ spyr Berggrav. Hallesby: „Það skal ég segja yður. Það er sá guðfræðingur, sem þannig lítur á Heilaga Ritningu, að hann fær eigi játað játningu kirkj- unnar nema þá með fyrirvara. Ég á samstarf með öllum þeim. sem afdráttarlaust játa játningum ev.-lútherskrar kirkju. Og lengra get ég rétt hönd. Ég krefst ekki Agsborgarjátning- arinnar. Ég fæ unnið með þeim, er játar enni postullegu játn- ingu. Já, og enn lengra get ég farið. Ég nefni aðeins aðra grein- ina og þó ekki nema tvo liði þeirrar greinar: Meyjarfæðinguna og líkamlega upprisu Krists. Þeir, sem játa þéim afdráttarlaust, hljóta að játa Guðs orði réttilega“. Berggrav: „Nú orðið get ég heils hugar játað þeim“. Og þá voru þeir ásáttir með það. En eigi var þó öllu lokið enn. Eyrr á árum hafði HalleSby mælt svo um, að því aðeins mætti samstarf takazt, að Berggrav afneitaði nýguðfræðinni skýlaust og opinskátt. Því svaraði Berggrav þannig: ,,Allt líf mitt og boðskapur er játning mín. Ef þér sjáið tni mína ekki þar, er einskis virði, þótt ég bæri 'fram orð. sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.