Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 36
34
VÍÐFÖRLI
gætu fullnægt yður. Raunar er svo, að í öllu, er ég hef skrifað,
stendur ekkert, er neitar einum einasta lið trúarjátningarinnar.
Eg hef því efckert aftur að taka.
Vöxtur minn í trúnni er langær, og aldrei hef ég viljað játa
meiru en því, sem var mér örugg sannfæring. En ég lief seilzt
eftir sannleikanum, svo að ég mætti höndia hann jafnframt
því sem ég er höndlaður af Kristi. Það er fyrir náð Guðs en
ekki verðskuldan mína, að ég nú nýt þeirrar sælu að eiga krist-
indóminn allan sem burðarafl lífs míns‘‘.
Fleira fór þeim á meðal. En svo lauk, að þeir tókust í hend-
ur og gengu einum huga og ei.nni trú að einu verki. A líkan
hátt fór með þeim Berggrav og Ludvig Hope. Og félög þau,
sem þeim stóðu að baki, gengu að einum leik. Þannig tókst að
sameina megin kraftana.
Og í Noregi varð ein kirkja: Una sancta ecclesia.
Enn 25. október varð Berggrav biskup 56 ára. Þann dag
var fundur lagður á biskupssetrinu og þangað boðaðir ýmsir
fremstu rnenn kristins starfs, biskupar Noregs allir, prestar
nokkrir og forystumenn ens frjálsa starfs.
Berggrav hafði forsögn mála. Sýndi hann, hversu enni þýzku
játningakirkju fór. Starf hennar var gott, og trú var hún Guðs
orði og játningunum. En einn brestur var í skipan hennar,
þess vegna stóð hún höllum fæti fyrir ofurvaldi nazista: Söfn-
uðirnir voru ekki í lifandi, síverandi starfstengslum við presta
sína. Þeir hlýddu á orðið og boðskapinn sér til blessunar og
uppbyggingar. En lifancri safnaðarstarf var ekki. „Án styrks ens
frjáisa starfs fær kirkjan ekki staðizt í því stríði, er hún nú
hevr“, sagði biskupinn*
Fundi þessum lauk svo, að stofnað var ráð manna, er vera
skyldi vörn og vörður kirkju Noregs og kristni.
Samþykkt var og ávarp það.'er hér fer á eftir og Berggrav
samdi ásamt Hallesby og Ilans Höeg, rektor.
..Frá því er styrjöldin hófst í sept. 1939 hefur verið þörf
samfélags og samþykkis með þeim, er finna ábyrgð á sér hvíla
um rétta háttsemi kristna nú á viðsjálum tímum. Fyrir því eru