Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 38
36
VÍÐFÖRLI
A afar fjölmennum fundi í stærsta samkomusal Oslóborgar
var þetta gjört heyrinkunnugt. Eftir þetta var ljóst öllum lýð,
að kirkjan var ein, ein í Kristi og átti í stvrjöld.
Nokkurs uggs gætti þó með ýmsum fyrst í stað um, að sam-
tök þessi hefðu kostað no'kkurn afslátt frá hreinni evangeliskri
trú og boðun. En þá lýsti „Kristent samrád“ því yfir, að
svo væri eigi. Svo að engin efi væri á um þetta, komst það m.
a. svo að orði: „Ef einhverjir koma, stefnur eða menn, sem rífa
vilja Biblíuna í tætlur, vilja neita getnaði Jesú af Heilögum
Anda, fæddum af Maríu mey, vilja gjöra kross Jesú að píslar-
vættiskrossi og neita vilja friðþægjanda dauða hans og líkam-
legri upprisu, mun „Kristent samrád“ í engu hindra, að þá
verði hafin vörn fyrir enni sönnu trú“.
Samtök þessi urðu nú vörn kirkjunnar og sóknartæki, eins-
konar samnefnari allra kristinna starfsgreina í landinu. Ekkert
var hafzt að, ekkert birt, engin ákvörðun eða ályktun gjör
neinsstaðar, án þess að slíkt hefði áður verið rætt og skoðað í
„Kr. samrád“.
Eftir þetta tóku línur að skýrast og fylkingar að síga saman.
Nazistar tóku öll opinbcr tæki til stuðnings málstað sínum,
þau, er þeir gátu og þorðu að taka.
Þá er þeir leituðu vináttu trúaðs og trúrækins lýðs, báru
þeir sífellt fram ena sömu staðhæfingu, að þeir vildu vernda
og varðveita kjarna kristindómsins (þetta segir öll heiðni,
hvernig sem hún birtist) og kirkjan ætti ekki að skipta sér af
öðru. í bréfi, er biskupar landsins sendu út til almennings,
svara þeir þessu m. a. svo: „Kirkjan er sköpun Guðs, og ber
henni að vinna verk sitt frjáls og óttalaus, því að Guðs orð og
Guðs vilji er hafinn yfir allt annað á þessari jörð. Verk sitt
vinnur hún meðal fólksins vitandi um þá ábyrgð, er hún hefur:
að prédika orð frelsisins og boða Guðs lögmál“.
Þeir vitna og í, að stjórnarskráin ákveði. að en evangelisk-
lútherska trú sé en opinbera trú ríkisins. Kirkjan sé því bundin
þeim réttar- og siðferðisskyldum. sem grundvöllur kirkjunn-
rr. B:b!:r.n og játn'nfarnar. greini.