Víðförli - 01.03.1947, Side 40
38
VÍÐFÖRLI
kirkju sinnar og mikill fjöldi bæjarbúa. En þá er sýnt var,
hvílíkt aðstreymi yrði, tók „lögreglan“ til sinna ráða og hindr-
aði sókn fól'ksins að dómkirkjunni. Fátt komst inn. En eigi að
síður fór messan fram sem ætlað var. En götur allar voru
þéttskipaðar fólki, er söng sálma og þjóðsöngva. Athæfi stjórn-
arinnar vakti mikla gremju, og þótti nú svo. langt gengið og
réttur kirkjunnar svo skertur, að ekki væri við hlítaudi. Mál
þetta stendur dýpri rótum en unt er að sýna hér. Réttur kirkj-
unnar og' hef'ð var brotin, og mátti ekki við þvílíkt una.
„Kristent samrád“ og biskupar komu saman og ræddu mál-
ið og kom öllum ásarnt um, að kirkjan gæti í engu verið í
tengslum við það vald, er færi svona að. Fyrir því var ákveðið,
að biskuparnir allir segðu embættum sínum lausum. Það gjörðu
þeir og þannig var fyrsta skrefið stigið til algjörs skilnaðar.
Um sömu mundir voru tvenn lög sett, er fengu einhuga and-
úð kirkju og þjóðar. En fyrri voru um „þjóðernislegt“ upp-
eldi barna og unglinga (sbr. Hitlersæskuna'). Hin um stéttarskip-
un kennara.
Páskarnir 1942 voru enn örlagaríkasti tími í sögu þessara ára.
Að sjálfsögðu fóru messur fram í öllum kirkjum landsins. En
í lok prédikunar las prestur af stól erindi, er „Kristent sam-
rád“ hafði samið. Sýnt var þar fram á, hvílíkt djúp væri á
milli kristinnar kirkju og þess valds og skipanar, sem nú réði
í landinu. Hvoru tveggja yrði ekki þjónað í senn. Sérhver krist-
inn maður yrði að velja annaðhvort. Guðs orð og játningarnar
væru sá grunnur, er kirkjan stæði á, og með því að ekkert væri
sameiginlegt henni og enu nýja veldi, væri skilnaður óhjákvæmi-
legur. Og að síðustu lýsti presturinn yfir, að hann segði af sér
sem embættismaður ríkisins, en myndi framvegis gegna prest-
legri þjónustu í þágu safnaðarins, svo sem við yrði komið.
Þetta kom quislingsstjórninni mjög á óvart og auk þess afar
illa. Hún reyndi að kippa þessu í lag en tókst eigi.
Var þá Berggrav tekinn fastur og settur í varðhald og dvald-
ist þar til stríðsloka nærfellt.
En nú tók Quisling til eigin ráða. Réði hann prest nokkurn.