Víðförli - 01.03.1947, Page 42

Víðförli - 01.03.1947, Page 42
40 VÍÐFÖRLI þjóðina sem bezt mátti undir komu friðarins. Halda vörð um siðferði manna og samvizku, vera burðarafl í þjáningum og vonleysi og vera síauðugt og frjótt í livers konar nauðum og. framast öllu, fyllt kærleika Krists, þegar hatur og hefndar- þorsta setti að mönnum. Þannig liðu tvö síðustu ár liernámsins. Þrautir voru ýmsar. Þjóðin átti á bak að sjá mörgum ágætum sonum. En þá er friðurinn kom 7. mai 1945, var þjóðin í jafn- vægi. Hún var fær um að taka við öllu alls gáð, án tryllings og hermdarverka. Má þakka það starfi og baráttu kirkjunnar, þrotlausri bæn og boðun Guðs orðs. Eigi verður svo skilist við þetta mál, að ekki sé skýrt tekið fram, að eð frjálsa kristna starf Noregs á megin þátt í, hversu tókst í baráttu þessari. Kirkjan er raunar aldrei nema ein: Söfnuður Guðs, líkami Krists. En raunalegt er, hve sundruð hún er oftlega. A hernámsárunum var einn sðfnuður í Noregi: Una sancta ecclesia. Sannaðist þá, að enir kristnu eru salt jarðarinnar og Ijós heimsins. En nú, þegar tekur að líða frá neyðartímum Noregs, þykir hlýða að snúast í gegn því, er bezt reyndist á hættusamri tíð. Þannig giapnar heimshyggjunni á- valt sýn. Þeir tóku höndum saman, kristnir forystumenn í Noregi, svo og kristinn lýður allur og stóðu fast á enum eina grundvelli, sem lagður verður: Kristi Jesú. Boðan þeirra var Guðs orð afdráttar- laust og ófalsað og enar margreyndu játningar eining þeirra. En kristin kirkja er um gjörvöll lönd. Margs staðar er hún lömuð og tvístruð. Dæmi norsku kirkjunnar er hvetjandi. Yon veraldarinnar nú er óhagganleg kristin kirkja, sem boðar iðr- un og afturhvarf, fyrirgefningu og frelsun. Eg fæ enga sálu- hjálp séð heiminum til handa utan hennar. Ekki heldur Is- lendingum.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.