Víðförli - 01.03.1947, Side 43

Víðförli - 01.03.1947, Side 43
Sr. Sigurður Pálsson: Um messuna Margar messur hafa frá upphafi vega sungnar verið hér á landi. Þykir og jafn sjálfsagt, að messur séu sungnar og það, að sunnudagur komi í hverri viku. Þrátt fyrir þetta er meðvitund alls þorra fólks um gildi messunnar all óljós og því er hún miklu miður rækt en s'kyldi. Eftirfarandi grein er fram sett í von um, að hún megi verða einhverjum til nokkurrar glöggvunar í þessu efni, þó fátt eitt verði hér sagt um svo mikið mál. Af öl'lum þeim fjölda messugerða, sem sungnar hafa verið á landi voru, eru a. m. k. tvær svo frægar í sögunni, að hvert mannsbarn kann skil á þeim. Sú hin fyrri var sungin á Þingvöll- um sunnudaginn 23. júní árið 1000, hin síðari var sungin á Kirkjubæjarklaustri 4. sunnudag eftir trinitatis árið 1783. Kristnisaga segir frá hinni fyrri messunni. Af þeirri frásögn má sjá, að kristnir menn hafa viðbúizt vel. Safnast þeir sam- an og halda göngu til Almannagjár. Fyrst fara tveir krossar, sem valdir menn hafa borið. Þá ganga sjö prestar skrýddir. Þeir hafa borið messubækur og helga dóma, er til messunnar þurfti. Eftir þeim fylgdi svo skari kristinna manna, sem stað- ráðnir voru í að fylgja konungi sínum, Kristi, hvað sem kosta kynni. Mun kristin trú naumast í annan tíma hafa verið jafn kröftuglega játuð hér á landi. Skrúðganga þessi nam staðar á gjábakka upp frá búð Vestfirðinga. Þar var messa sungin og embættaði Þormóður prestur með aðstoð hinna, sem ekki eru nafngreindir. Reykelsi var brennt og atferli allt haft með þeirri prýði, sem bezt mátti. Eftir embættið prédikuðu tveir leikmenn úr hópi hinna glæsilegustu höfðingja ])eirra tíma, þeir Gissur hinn hvíti og Hjalti Skeggjason. Þau undur urðu við messu þessa, að reykelsisilminn kenndi

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.