Víðförli - 01.03.1947, Page 44
42
VIÐFORLI
jafnt mót vindi sem með, og slík ógn fylgdi máli þeirra Gissurs
og Hjalta, að heiðnir menn treystust ekki að mæla gegn þeim,
þótt ákafur vilji væri til þess og nógir mælskuskörungar í hópi
þeirra. Næsta dag var kristni lögtekin á Alþingi. Þessi atburð-
ur varð með þeim ágætum, áð hann varpar ljóma yfir alla sög-
una um útbreiðslu kristinnar kirkju.
A næstu dögum, vikum og mánuðum var landslýður skírður..
Fór þá jafnt fús sem tregur að skírnarlauginni, því nýtt og
ótvírætt ljós hafði fallið yfir réttmæti löghlýðninnar. Því næst
vor'u kirkjur reistar, prestar Iærðir, söngur numinn og fanga
allra til kristnihaldsins aflað svo sem bezt mátti í hverjum stað.
Alþingi hið forna lét sér annt um þessa stofnun, sem mjög
fljótt varð óskabarn hins forna lýðveldis. Það gaf lög og end-
urbætti önnur að ráðum biskupanna með það fyrir augum, að
þjóðinni mætti sem bezt nýtast hin andlegu gæði, sem henni
buðust í heilagri trú. Þá var eignarrétturinn ókrenkjanlegur,
ekki aðeins I „stjórnarskránni" heldur og á Alþingi sjálfu. I
trausti þess gaf hinn annar biskup íslands föðurleifð sína og
fæðingarstað kirkjunni til ævinlegrar eignar og afnota fvrir
eftirmenn sína, meðan kristni er í landi voru. Þar fékk heilög
messa sitt höfuðból, og hlýtur hver íslendingur að blessa þann
sæla stað. Réttum fram hendur vorar og reisum hann úr rústum
niðurlægingarinnar! — Sælt væri að geta þannig goldið eitthvað
af þakkarskuld vorri fyrir þá blessun, sem þaðan er út gengin
yfir land vort.
Messan við Almannagjá var ekki aðeins hátíðleg og nýstár-
leg viðhöfn. Hún var miklu meira. Hún var opinberun og
upphaf að sögu þjóðar vorrar. Þangað til hafði forsaga ein
gerzt. Það var saga tveggja þjóðflokka, sem höfðu það eitt
sameiginiegt að hafa borizt til þessa lands. Annar þeirra kom frá
hraustri og frumstæðri víkingaþjóð, er framdi rán og ofbeldi
sér til framfæris. Ilann stökk úr landi sínu undan lögum þess
og yfirvöldum og var heiðinnar trúar. Hinn var þjóðflokkur
gróinnar menningar, ræktaðra gáfna og kristinnar trúar, burt-
numinn nauðugur úr landi sínu og lifði hér í ánauð hins fyrra.