Víðförli - 01.03.1947, Síða 55

Víðförli - 01.03.1947, Síða 55
LÆKNIR UM LEIÐINA TIL HEILBRIGÐI 53 vegna þess að honum þætti áfengi gott og ekki af þorsta, heldur til þess að fylla tómið í lífi sínu, til þess að flýja ósigrana í heimilislífi sínu, deifa sviðann í sárurn innri skakkafalla og vonbrigða. í hillingaheimi kaffihússins flytur hann lagsbræðrum sínum mörg fjálg orð um allt það, sem er ábótavant í veröld- inni. En sjálfur hefur hann ekkert viljaþrek til þess að fara að í'áðum læknisins og bæta líferni sjálfs sín. Iláð og brýningar eru utan að. Hin andlega umsköpun verkar að innan. Sá, sem mætir Kristi, finnur þegar, að fjötrar hans taka að falla, hvort sem það var ástríða, sem hlekkjaði hann eða vani, sem þrælkaði hann, ótti eða kali, sem hann hefur árangurslaust strítt á móti. Allir vitum vér, að vér eigum við erfiðleika að etja í lífí voru, sem viljinn ræður ekki við, vandamál, sem skynsemd vor get- ur ekki leyst, misfellur, sem tírninn megnar ekki að má. Hér stoðar hvorki árevnsla né gengi, lífsreglur né góð viðleitni, kunnátta né lífsreynsla. Eina leiðin til þess að ráða bætur á þessu er að nema einhvern tíma staðar í erli handa og hugar og rannsaka líf sitt í fullri, hispurslausri hreinskilni fyrir augum Guðs. Það er leiðin til andlegrar reynslu. Margir halda, að læknir, sem vill hjálpa sjúklingi á þennan hátt, hljóti að vera óþægilega nærgöngull og óháttvís. Svo er þó ekki. Oftast nægir, að maður sé fús að hlusta í þolinmæði og trúnaði. Eg minnist f'þessu sambandi sjúklings, Konstant hét hann, sem mjög hafði lagt sig fram um að ná tali af mér. Ymsar tálmanir ollu því, að ég varð að fresta viðtali við hann hvað eftir annað. Þetta var þegar Abe.ssíníu-styrjöldin stóð yfii. Þeg- ar fundum okkar bar saman, sagði ég blátt áfram: „Eg geri ráð fyrir, að þér séuð ekki kominn til þess að tala um stríðið í Afríku, svo mjög sem þér leggið kapp á að ná fundi mínum“. Eg sagði ekki orð frekar. Hann settist og hóf þegar að segja mér frá lífi sínu. Fyrst ræddi hann um vanheilsu sína, þá vék hann sögunni að ávirðingum sínum og þeim vandræðum,

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.