Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 55

Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 55
LÆKNIR UM LEIÐINA TIL HEILBRIGÐI 53 vegna þess að honum þætti áfengi gott og ekki af þorsta, heldur til þess að fylla tómið í lífi sínu, til þess að flýja ósigrana í heimilislífi sínu, deifa sviðann í sárurn innri skakkafalla og vonbrigða. í hillingaheimi kaffihússins flytur hann lagsbræðrum sínum mörg fjálg orð um allt það, sem er ábótavant í veröld- inni. En sjálfur hefur hann ekkert viljaþrek til þess að fara að í'áðum læknisins og bæta líferni sjálfs sín. Iláð og brýningar eru utan að. Hin andlega umsköpun verkar að innan. Sá, sem mætir Kristi, finnur þegar, að fjötrar hans taka að falla, hvort sem það var ástríða, sem hlekkjaði hann eða vani, sem þrælkaði hann, ótti eða kali, sem hann hefur árangurslaust strítt á móti. Allir vitum vér, að vér eigum við erfiðleika að etja í lífí voru, sem viljinn ræður ekki við, vandamál, sem skynsemd vor get- ur ekki leyst, misfellur, sem tírninn megnar ekki að má. Hér stoðar hvorki árevnsla né gengi, lífsreglur né góð viðleitni, kunnátta né lífsreynsla. Eina leiðin til þess að ráða bætur á þessu er að nema einhvern tíma staðar í erli handa og hugar og rannsaka líf sitt í fullri, hispurslausri hreinskilni fyrir augum Guðs. Það er leiðin til andlegrar reynslu. Margir halda, að læknir, sem vill hjálpa sjúklingi á þennan hátt, hljóti að vera óþægilega nærgöngull og óháttvís. Svo er þó ekki. Oftast nægir, að maður sé fús að hlusta í þolinmæði og trúnaði. Eg minnist f'þessu sambandi sjúklings, Konstant hét hann, sem mjög hafði lagt sig fram um að ná tali af mér. Ymsar tálmanir ollu því, að ég varð að fresta viðtali við hann hvað eftir annað. Þetta var þegar Abe.ssíníu-styrjöldin stóð yfii. Þeg- ar fundum okkar bar saman, sagði ég blátt áfram: „Eg geri ráð fyrir, að þér séuð ekki kominn til þess að tala um stríðið í Afríku, svo mjög sem þér leggið kapp á að ná fundi mínum“. Eg sagði ekki orð frekar. Hann settist og hóf þegar að segja mér frá lífi sínu. Fyrst ræddi hann um vanheilsu sína, þá vék hann sögunni að ávirðingum sínum og þeim vandræðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.