Víðförli - 01.03.1947, Síða 56

Víðförli - 01.03.1947, Síða 56
54 VIBFORLI sem af þeim hafði hlotizt. Konstant hélt áfram í fullar tvær klukkustundir, án þess ég tæki fram í. Þegar hann þagnaði, stakk ég aðeins upp á, að við skyldum hittast aftur. Næsta sinn galt ég trúnað hans í sömu mynt, sagði honum frá mér. Og hann lét mig tala jafn athugasemda- og hindrunar- iaust og hann hafði gert hið fyrra sinn. Mitt líf var mjög svo ólíkt hans lífi, fyrst og fremst tals- vert áhyggjuminna. Sú var tíðin, að ég hélt e'kki hægt að hjálpa öðrum en þeim, sem ættu í sömu erfiðleikum og sjálfir vér. Af háttvísi sneyddi ég ævinlega hjá að tala um hjúskap- arhamingju mína við mann, sem lifði í ósátt við konu sína, eða um fjárhag minn við þann, sem átti í kröggum. Nú hef ég lært, að maður getur hjálpað hverjum sem er, ef maður aðeins gefur honum nokkuð af sjálfum sér. Og sjálfan sig gefur maður aðeins með því að tala blátt áfram um reynslu sína og lífs- viðburði, um þjáningu sína, sigra og ósigra. Þegar Konstant kom þriðja sinni, sagði ég við hann: ,,Þegar við hittumst fyrst, töluðuð þér. Næst talaði ég. í dag skulum við láta Guð tala“ ... Bergson skrifar: ,.Vitið einkennist af eðlislægum ómáttug- leik til þess að skilja lífið“. Vísindin, grundvöllurinn, sem sið- menning vor er reist á, grennslast og greina og þekkja enga aðra leið til framfara. En lífið verður ekki höndlað með grennslan, það smýgur sífellt úr þeirri greip. Þessi siðmenning, sem setur rökhyggjuna ofar innsæinu, lærdóminn ofar listinni, tæknina ofar manninum, rökfræðinginn ofar trúmanninum, sérfræði- álitið ofar lífinu, er nú í alvarlegum vanda stödd. Þessi kreppa siðmenningarinnar sannar getuleysi tækninnar og raunvitsins, þegar innsæið fær ekki að starfa með. Mannkynið hefur safnað dyngjum af þekkingaratriðum, en megnar ekki lengur að höndla einfaldar staðreyndix lífsins. Þjóðabandalaginu tókst aldrei að skilgreina hugtökin stríð og friður, réttarvísindin eru ekki leng- ur viss um, hvað er rétt og rangt, læknisfræðin ekki viss um, hvað heilbrigði er. Þetta mannkyn þráir nú að finna aftur dýpsfu Þndrrop lífsrns. En að þeim verður ekki komizt nema

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.