Víðförli - 01.03.1947, Blaðsíða 60
ó8
VÍÐFÖRLI
ult um sálmabókartillöguna nýju. Þó
liefur blaðið „Akranes“ birt undanfarið
ýtarlega ritgjörð um hana eftir ritstjór-
ann, hr. Olaf 13. Björnsson, sem enn
vottar l>að, sem alkunna var raunar, að
hann er mikill áhuga- og afkastamaður.
Skal hér með vakin athygli á þessum
greinaflokki í „Akranesi“. Þar er m. a.
rækileg athugun á því, í hverju breyt-
ingarnar frá gildandi sálmabók eru
fólgnar, en slíka greinargerð hefur oss
skort. Nefndin hefði þurft að birta
slíka skýringu um leið og hún lét prenta
tillögu sína. Einn nefndarmanna, sr.
Hermann Hjartarson, hefur samið og
birt prýðilega greinargerð fyrir þeim
grundvallarsjónarmiðum, sem nefndin
starfaði eftir. En það er ekki nóg til
þess að menn eigi auðvelt með að átta
sig á, hvað hún hefur raunverulega
gert.
Ekki var annars ætlunin að fjölyrða
um þetta mál hér. Aðeins skal sú ósk
látin í ljós, að endurskoðun sáJmabók-
arinnar verði komið í höfn hið bráð-
asta. Oðru verður ekki unað. Nú er
gildandi sálmabók ekki fáanleg og hef-
ur svo verið lengi, tillagan ein er á
markaði, reyndar af skornum skammti
líka, en þó hefur húu verið seld langt
um of í því ástandi, sem hún er, því
að allmargar meinlegar villur eru í
henni, sem engu taii tekur að innprenta
landslýðnum. Það þarf að yfirfara
þetta verk rækilega. Agreiningur mun
vart vera innan kirkjunnar um veruleg
atriði þeirrar endurskoðunar, sem fyrir
liggur, og hefur nefndin í því tilliti
leyst hlutverk sitt vel af hendi.
Það var flestum ljóst þegar ráðizt
var í endurskoðun sálmabókarinnar, að
atkvæðamenn á sviði sálmakveðskapar
eru ekki uppi á íslandi nú. Af þeim
sökum kallaði þetta verk ekki að. Tím-
arnir voru aðrir, þegar sálmabókin var
endurskoðuð síðast. Að því verki unnu
menn, sem eru í fremstu röð ísl. skálda
fyrr og síðar. Slík blómgun á sér hvergi
stað nema endrum og eins. Og ekki er
það sálmakveðskapurinn einn, sem er í
öldudal eins og stendur. Islenzk ljóða-
gerð yfirleitt má muna sinn fífil fegri.
Valdimar Snævarr á fáeina sálma í
sálmabókartillögunni nýju. Mun sr.
Friðrik Friðriksson einn nútímahöfunda
eiga fleiri. Engum kom á óvart, að
Valdimars yrði hér við getið. Iíann er
löngu þjóðkunnur fyrir þýða og lipra
sálma, frumorta og þýdda. Kverið
„Syng Guði d5rrð“ er úrval andlegra
ljóða höf. og var fengur að fá þetta á
einn stað, sem áður var á víð og dreif
í blöðum og tímaritum. Svo vinsæll er
Valdimar fyrir söng sinn, að þessu kveri
mun tekið fegins hendi. Hann hefur og
látið kirkjumál til sín taka af miklum
áhuga og góðfýsi, auk þess sem liann
á merkan feril að baki sem skólamaður.
Kirkja Islands á þar góðan son, sem
hann er, og það kemur líka fram í
þessum Ijóðum. Þar ómar hlýr og holl-
ur trúarstrengur, barnstrúin, sem tekið
hefur út vöxt sinn í skóla starfsins og
lífsreynslunnar.
Ríflegur hluti þessara ljóða er þýð-
ingar. Meðal þeirra eru slíkar perlur,
sem jólasálmur A'Vallins, „Var hálsad
sköna morgonstund“ (nr. 6). Ilann er
vandþýddur eins og annað, sem frá-
bært er. Vantar og nokkuð á, að hann
njóti sín í þessum ísl. búningi, þótt
tæplega sé á öðrum völ, er betur mundi
leysa þetta verk af hendi en Vald.
Snævarr. Af frumsömdum sálmum skal