Víðförli - 01.03.1947, Side 61

Víðförli - 01.03.1947, Side 61
B/EKUR bent á nr. 8 (á boðunardag Maríu). Virðist sem lionum liefði ekki verið of- aukið í sálmabókinni. Hann er hlýr og innilegur, meðfærilegur til söngs, lotn- ingin fyrir Maríu guðsmóður er tengd hugsuninni um móðurköllunina al- mennt og þakkarskuldinni við góða móður. Oss vantar slíkan sálm í sálma- bókina, því fremur sem sá sálmur, sem vísað er til í tillögunni nýju á boðun- ardag Maríu (nr. 668), verður tæplega almennt notaður í kirkjunni, slíkur sem hann er að blæ og kveðandi. Nr. 34 er lofgjörð eftir barnsburð, ortur eftir erlendri fyrirmynd. Hann hefst svo: Drottinn Guð, ég þakka þér, þessa miklu gæfu mína: Fullhraust móðir að ég er orðin fyrir miskunn þína. Ast þín hefur annazt mig. Ond mín, Drottinn, lofar þig. Þessi sálmur ætti líka erindi í sálma- bókina. Hún hefur engan sama efnis. Nr. 19, „Bænarmátt brestur mig“, er einnig eftir erlendri fyrirmynd, ágæt ljóðbæn. Margt fleira væri ástæða til að benda á og ýmislegt jafnframt, sem mætti gagnrýna. Ljóða- og kirkjuvinir skyldu kynna sér þetta kver. Galli er það á útgáfunni, að ekki er vísað til frumheimilda þýðinganna. Það hefði ekki þurft að auka umfang kvers- ins að ráði, en hefði mjög aukið nota- gildi þess. Frágangur frá hendi útg. er að öðru leyti ekki sem beztur, t. d. eru margar prentvillur, enganveginn saklausar, og er slíkt ófært í bók sem þessari. S. E. 50 C. S. Lewis: RÉTT OG RANGT (Broadcast Talks). Andrés Björnsson þýddi. Bókagerðin Lilja. Rvík 1946. Þessari bók skolaði hér á land í bóka- flóðinu mikla fyrir jólin 1946, og þótt hún væri meðal minnstu bókanna að fyrirferð og lítt básúnuð í auglýsingum, er hún hvalreki á fjörum flóðsins þeg- ar auglýsingaaldan er hnigin og skrum- ið er orðið eins og kvoðnuð marglitta í fjörunni. Hún fjallar um trúar- og siðferðileg efni eins og nafnið ber með sér, og höfundurinn er kunnur, enskur pró- fessor í bókmenntasögu við Oxfordhá- skóla. En á síðari árum hefur það hvað eftir annað dottið í þennan bókmennta prófessor að skrifa bækur og flytja út- varpslestra um trúmál, og nú er svo komið, að sumum bókum hans um þessi efni er jafnað til hins bezta, sem skrif- að hefur verið um trúmál þar í landi. Kunnust er eflaust bókin Brcj frá Víti (The Screwtape Letters), sem hef- ur m. a. verið þýdd á dönsku og heit- ir í þeirri þýðingu: Fra Helvedes Blæk- hus. Síðasta bók Lewis um trúarleg efni mun vera: The Great Divorce (skilnað- urinn mikli), en útvarpsfyrirlestrarnir hafa verið gefnir út í bókum, sem heita: Broadcast Tallcs (Rétt og rangt,) Bey- ond Personality, (Ofar persónuleikan- um), sem nefnist: Hensides Personlig- heden í danskri þýðingu, og loks er Chnstian Beliaviour (Kristin siðfræði). I bókinni Rétt og rangt eru tveir flokkar erinda, sem samin voru 1941. I hvorum flokki eru fimm erindi, og er sá fyrri samnefndur bókinni og fjall- ar um siðfræðileg efni almennt, en

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.