Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 61

Víðförli - 01.03.1947, Qupperneq 61
B/EKUR bent á nr. 8 (á boðunardag Maríu). Virðist sem lionum liefði ekki verið of- aukið í sálmabókinni. Hann er hlýr og innilegur, meðfærilegur til söngs, lotn- ingin fyrir Maríu guðsmóður er tengd hugsuninni um móðurköllunina al- mennt og þakkarskuldinni við góða móður. Oss vantar slíkan sálm í sálma- bókina, því fremur sem sá sálmur, sem vísað er til í tillögunni nýju á boðun- ardag Maríu (nr. 668), verður tæplega almennt notaður í kirkjunni, slíkur sem hann er að blæ og kveðandi. Nr. 34 er lofgjörð eftir barnsburð, ortur eftir erlendri fyrirmynd. Hann hefst svo: Drottinn Guð, ég þakka þér, þessa miklu gæfu mína: Fullhraust móðir að ég er orðin fyrir miskunn þína. Ast þín hefur annazt mig. Ond mín, Drottinn, lofar þig. Þessi sálmur ætti líka erindi í sálma- bókina. Hún hefur engan sama efnis. Nr. 19, „Bænarmátt brestur mig“, er einnig eftir erlendri fyrirmynd, ágæt ljóðbæn. Margt fleira væri ástæða til að benda á og ýmislegt jafnframt, sem mætti gagnrýna. Ljóða- og kirkjuvinir skyldu kynna sér þetta kver. Galli er það á útgáfunni, að ekki er vísað til frumheimilda þýðinganna. Það hefði ekki þurft að auka umfang kvers- ins að ráði, en hefði mjög aukið nota- gildi þess. Frágangur frá hendi útg. er að öðru leyti ekki sem beztur, t. d. eru margar prentvillur, enganveginn saklausar, og er slíkt ófært í bók sem þessari. S. E. 50 C. S. Lewis: RÉTT OG RANGT (Broadcast Talks). Andrés Björnsson þýddi. Bókagerðin Lilja. Rvík 1946. Þessari bók skolaði hér á land í bóka- flóðinu mikla fyrir jólin 1946, og þótt hún væri meðal minnstu bókanna að fyrirferð og lítt básúnuð í auglýsingum, er hún hvalreki á fjörum flóðsins þeg- ar auglýsingaaldan er hnigin og skrum- ið er orðið eins og kvoðnuð marglitta í fjörunni. Hún fjallar um trúar- og siðferðileg efni eins og nafnið ber með sér, og höfundurinn er kunnur, enskur pró- fessor í bókmenntasögu við Oxfordhá- skóla. En á síðari árum hefur það hvað eftir annað dottið í þennan bókmennta prófessor að skrifa bækur og flytja út- varpslestra um trúmál, og nú er svo komið, að sumum bókum hans um þessi efni er jafnað til hins bezta, sem skrif- að hefur verið um trúmál þar í landi. Kunnust er eflaust bókin Brcj frá Víti (The Screwtape Letters), sem hef- ur m. a. verið þýdd á dönsku og heit- ir í þeirri þýðingu: Fra Helvedes Blæk- hus. Síðasta bók Lewis um trúarleg efni mun vera: The Great Divorce (skilnað- urinn mikli), en útvarpsfyrirlestrarnir hafa verið gefnir út í bókum, sem heita: Broadcast Tallcs (Rétt og rangt,) Bey- ond Personality, (Ofar persónuleikan- um), sem nefnist: Hensides Personlig- heden í danskri þýðingu, og loks er Chnstian Beliaviour (Kristin siðfræði). I bókinni Rétt og rangt eru tveir flokkar erinda, sem samin voru 1941. I hvorum flokki eru fimm erindi, og er sá fyrri samnefndur bókinni og fjall- ar um siðfræðileg efni almennt, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.