Víðförli - 01.03.1947, Page 64
62
VIÐFORLI
Aðeins skal vikið að einu einkenni
þessarar sýkingar: Kenning ísl. þjóð-
kirkjunnar er komin á ringulreið. Eng-
inn hljóðglöggur og hugsandi áheyr-
andi málflutnings hennar kemst hjá að
finna, að liiín hefur tungur tvær, raun-
ar fleiri en tvær. Kennimenn hennar
eru ekki neitt líkir samstilltum kór,
margradda, sem syngur sama lag, þótt
raddsvið sé mismunandi og hlutverkin
ólík. Þetta lilýtur að stafa af skoðana-
mun um það, hvað sé kristindómur,
hvert ætlunarverk kirkjunnar, liver
skylda kennimanns. Eða stafar ])að af
því, að flytjendum hins kirkjulega boð-
skapar mörgum, sé með öllu óljóst,
hvað kirkjan, sem hefur falið þeim um-
boð, hefur á hjarta? I einu dagblaða
bæjarins stóð svofelld klausa fvrir
skemmstu: „Eg hef oft furðað mig á
þeirri tilhneigingu íslenzkra presta að
færa prédikanir sínar í dularbúning,
þannig að þegar þeim er lokið eru menn
venjulega engu nær um gildi trúarinn-
ar og hafa eiginlega hvorki skilið upp
né niður í því, sem sagt var“ (Þjóðvilj-
inn 8. jan. 1947). Sé þessi ádrepa ekki
allsendis ósanngjörn, þá er það alvar-
legt. En svo mikið er víst, að ósam-
hljóðan í kenningu gerir kirkjuna mátt-
vana í trúboði. Verði fjölbrigðin í mál-
flutningi hennar slík, að einn rífi niður
fyrir öðrum, einn bendi til austurs,
þegar hinn bendir til vesturs, þá er
ekki von, að neinn taki hana alvarlega
sem stofnun.
Það er engum til gagns eða góðs að
þegja um þetta. Það er að dyljast
meinsins. Kirkjan verður að ræða mál-
efni sín hispurslaust og opinskátt. Mun
það gert bæði í þessum dálkum og ann-
ars í Víðförla. Yfirhylming er til ills
eins. Af henni sprettur tortryggni, mis-
skilningur, getsakir og annað verra.
Hver með sínu nefi
Með engu móti verður þeim skiln-
ingi unað, að hverjum þeim, sem
kemst í kennimannsstétt, skuli heimilt
að syngja með sínu nefi það, sem hon-
um kann gott að þykja. Er kirkjan
fuglabjarg, þar sem hver skal krunka
á sinni syllu? Slíkt kenningarfrelsi, sem
undirstrikar, að hver verði sæll í inni
trú, getur ekki blessazt kirkjunni. Hvað
vill þá kirkjan með trúboð? Geðþótti
einstaklinga og yfirdrottnun yfir kenn-
ingunni getur ekki leitt til annars en
upplausnar. Það er ekki til neins að
nefna slíkt fallegum nöfnum, svo sem
víðsýni, frjálslyndi o. þ. u. 1. Það verð-
ur ekki þar með annað en það er:
Agaleysi, hringl, fálm, — einu nafni
réttnefnt lauslyndi, andleg lausung.
Menn hafa sínar sérskoðanir, sína
reynslu — eða reynsluleysi —, og’ það
er ekki nema eðlilegt, að menn hafi
mismunandi skilning á útlínuatriðum.
En það er tvíinælalaus skvkla opin-
bers boðbera kirkjunnar að láta slíkt
ekki sitja í fyrirrúmi boðskapar síns.
Presturinn er ekki trúarbragðahöfund-
ur. Og færri í þeim hópi eru siðbótar-
frömuðir og spámenn en þeir virðast
ætla. Presturinn er þjónn, ekki herra.
Hann á að þjóna boðskap kristinnar
kirkju, ekki drottna yfir trú safnaðar-
ins. Hann á að vera samverkamaður
að gleði hans, gleði safnaðar Jesú Krists
lærisveina yfir því, sem hann hefur
þegið af Drottni sínum. Prestur, sem
kemst að þeirri niðurstöðu, að liann
geti ekki aðhyllzt meginatriði, sem á
öllum tímum hafa verið ómissandi