Víðförli - 01.03.1947, Side 65
VIÐ MALELDA
63
])ættir kristinnar játningar og boðskap-
ar, sem reyndir, kristnir menn í nútíð
og fortíð hafa síður viljað missa en
lífið, slíkur prestur er drengur að meiri,
ef hann segir af sér embætti. Gegnum
líf og sögu kirkjunnar, kenningu henn-
ar og játningu, gengur þrátt fyrir allt
rauður þráður, sem ekki er ósýnilegur.
Það er játningin og kenningin um
Krist sem Guðs son og frelsara frá
synd og glötun. I fjölradda kór kirkj-
unnar frá öndverðu er þetta stefið, allt
frá játningu Péturs: Þú ert Kristur,
sonur hins lifanda Guðs, allt frá játn-
ingu Tómasar við fætur hins krossfesta
og upprisna: Drottinn minn og Guð
minn, allt frá boðskap Páls: Svo er þá
nú engin fyrirdæming fyrir þá, sem til-
lieyra Kristi Jesú. Hafi einhver annað
brýnna á hjarta í málflutningi sínum
af prédikunarstóli en ])etta eða telji
sig verða að varpa rýrð á og vefengja
vitnisburði og lofgjörð aldanna um
]>etta, sá hefur hvorki sögulegan né sið-
ferðilegan rétt til að tala í nafni krist-
innar kirkju. Hann talar í nafni sjálfs
sín. En í hans nafni var aldrei nein-
um ætlað hólpnum að verða. Vér skul-
um á síðan standa skil á því, hvernig'
vér höfum vitnað um annað nafn, það,
sem hverju nafni er æðra. Til þess vitn-
isburðar ljær söfnuður Jesú Krists
ræðustól og embætti. Hitt er „sjálfval-
inn“ boðskapur (hairesis), sérvizka, sér-
trúnaður.
Hlutur guðfræðinnar
Hirðuleysi um kenningu er sjúkdóms-
einkenni, stafar annað hvort af vits-
munalegum slappleika eða trúarlegu al-
vöruleysi, nema hvort tveggja sé. Mað-
ur, sem tekst á hendur að leiðbeina
öðrum á grundvelli ákveðinnar lífsskoð-
unar, hlýtur að vilja gera sér grein
fyrir þeirri lífsskoðun svo sem kostur
er. Það er guðfræðinnar að aðstoða
kirkjuna, kennendur og aðra, í þessu.
Ekki svo að skilja, að einhverjir út-
valdir skuli liugsa fyrir alla aðra. En
sé guðfræðin það, sem hún á að vera,
þ. e. fræðileg, hleypidómalaus, alhliða
rannsókn á kristinni trú, þá á að vera
liægt að sækja talsvert til hennar, er
horfi til skilningsauka á lífsviðhorfum
kristindómsins. Guðfræði, sem ekki
bregzt hlutverki sínu, ætti að öllu eðli-
legu að geta komið í veg fyrir, að
kirkja sundrist um meginatriði, að hver
einstaklingur hennar verði að leggja
út í tvísýna andlega landaleit án þess
að hafa annan leiðarstein en hugboð
sitt. Eitt af því, sem guðfræðinni er
nauðsynlegt, til þess að von sé um slíka
aðstoð hennar, er, að hún sé fersk.
Verk hennar verður að framkvæmast
að nokkru að nýju með hverri nýrri
kynslóð. Á sviði allra húmaniskra fræða
er það höfuðskilyrði, að menn vinni sig
inn í viðfangsefnin æ að nýju. Sízt
allra fræða má guðfræðin bregðast í
þessu, svo mjög sem viðfangsefni henn-
ar snertir hið lifandi líf hverrar nútíð-
ar. Það er dauð guðfræði, sem ekki er
annað en upptugga, dauði fyrir kirkju
að hafa ekki annað en gamla guðfræði,
þ. e. tileinkun og niðurstöður, skilning
og túlkun horfinna manna og liðins
tíma, sem mótaðist af allt öðrum að-
stæðum, útsýn og hugsunarhætti en ]íð-
andi stund. Sagan sýnir, að kirkjufélög,
sem hættu að sinna guðfræði að marki,
og töldu, að þar væri þegar allt gert,
sem gera þarf, stirðnuðu upp og urðu
steingerfingar.