Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 58

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 58
56 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 mikið yndi af að dansa. Það er minnisstætt að hafa horft á þau svífa um gólfið í gamla Félags- heimilinu í valsi, ræl og tangó. Oft var farið á ball eftir langan vinnudag og eltki haft áhyggjur af að þurfa að mæta eldsnemma til vinnu daginn eftir. Jón taldi eltki eftir sér að kenna margri smá- stelpunni fyrstu sporin í gömlu dönsunum og sú kennsla hefur dugað margri þeirra vel. Sem ungur maður spilaði Jón einnig á harmoníku fyrir dansi. Þau hjón voru mikið áhugafólk um leiklist, voru stofnfélagar í Leikfélagi Ólafsvíkur og síðar heiðursfélag- ar. Jón hafði mikla leikhæfileika, tók þátt í uppfærslum Leilcfélags- ins. Hann er minnisstæður í mörgum hlutverka sinna svo sem Kétil-Skræk í Skuggasveini, Hjálmari Tudda í Manni og konu. Hann var líka vel lesinn og hafði yndi af að ræða um bækur og segja frá ýmsu skop- legu sem hann var að lesa eða hafði séð í leikhúsi þegar hann fór til Reykjavíkur. Þau hjón stóðu einnig ein- huga að baki slysavarna-og verkalýðsmálum í Ólafsvík, Sigríður tók fullan þátt í starfi og orlofsferðum eldri borgara þegar hún var komin á þann aldur.. Matsala og hótelrekstur Sigríður og Jón voru sam- hent hjón og lifðu í farsælu hjónabandi, þau eignuðust tvö börn Jens sem lést á fyrsta ári og dótturina Mettu, sem alla tíð var sú sem þeim báðum var kærust og báru mesta umhyggju fyrir. Eftir að Metta giftist manni sín- um Bjarna Ólafssyni byggðu fjöl- skyldurnar saman íbúðarhúsið að Ólafsbraut 44. Þar bjó fjölskyldan öll saman þar til Metta og Bjarni hófu búskap í Geirakoti, áður höfðu þeir Jón og Bjarni verið með fjárbúskap hér í Ólafsvík. En þau störf sem Sigríður er þeldctust fyrir hér í Ólafsvík og raunar langt út fyrir bæjar- mörkin voru matsala og hótelrekstur og þjón- usta hennar við gesti og gangandi. Þessi atvinnurekstur hennar átti síðar eftir að bera hróður hennar og Ólafsvíkur víða. Með sérstökum hæfileikum, dugnaði og fórnfysi greiddi hún götu fleiri samferðamanna en við höfum tölu á. Starfið aflaði henni aðdáunar og virðingar fjöl- margra víðsvegar um land. Um 1934 keyptu þau hjón íbúðarhúsið sem nú stendur við Ólafsbraut 46. Þar hófst nýr kafli í lífi Sigríðar. Hún hóf sjálfstæðan atvinnurekstur og byrjaði að selja mönnum fæði ,,var með kost- gangara” eins og það var kallað á þessum árum. Heimili þeirra Sig- ríðar og Jóns var með einstökum myndarskap og alltaf veitt af rausn. Sjálfsagt hefur það verið af þeirri ástæðu að leitað var til hennar þegar koma þurfti fyrir gestum og gangandi. Hún opnaði heimili sitt fyrir öllum sem á fyr- irgreiðslu þurftu að halda. Hún tók á móti öllum af sérstakri alúð og þjónustugleði. Bakaði allt brauðið Eins og nærri má geta voru að- stæður á venjulegu heimili eklci þannig að auðvelt væri að matbúa og bera á borð fyrir fjölda manns. Það var lagt á borð í tveimur eða þrem herbergjum á Ólafsbraut- inni og þeir sátu oft lengi yfir matnum karlarnir, því það var eldtert sjónvarp og ekkert bíó í plássinu. Þá var rætt um alla heima og geima. Allan mat og mjólk varð að bera heim, og hún var létt í spori þegar hún snarað- ist inn eftir Ólafsbrautinni hún Sigga með töskur í báðum hönd- um. A þessum fyrstu árum voru stöðugt hjá henni verkstjórar og kafarar sem unnu að hafnargerð, bílstjórar áætlunarbifreiða ásamt lögreglumönnum sem voru laus- ráðnir til mislangs tíma ásamt þeim sem komu til ýmsra verka til lengri eða skemmri tíma. Eldc- ert bakarí var á staðnum svo baka varð allt brauð og allar kölcur, engar unnar kjötvörur voru til staðar og engar frystigeymslur þannig að allt hefur orðið að vinna heima. Ekki hafði hún neina fasta hjálp, en féklc stund- um lcralcka til að skjótast í búð eða til að vaslca upp þegar mest var að gera og þá borgaði hún alltaf vel fyrir. Sífellt fjölgaði þeim sem á þessari þjónustu þurftu að halda og að lokum hafði hún ekki nægilegt hús- næði að eigin mati. Atvinnufyrirtæki sem þá voru að hasla sér völl þurftu á aðlcomufólki að halda, það varð að ráði að hún tólc að sér forstöðu mötuneytis í Félags- heimili Ólafsvíkur, á vegum K.F. Dagsbrúnar og síðar Jafets Sigurðssonar. Sigga ásamt þremur barnabörnum sínum, Ólafi, Unni og Sigurjóni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.